Viðskipti innlent

Verulega dregur úr utanlandsferðum á næsta ári

Verulega mun draga úr ferðum Íslendinga til útlanda á næsta ári. Þetta má m.a. lesa úr stórkaupavísitölu Capacent Gallup.

Íslenskir neytendur ganga brúnaþungir inn í jólamánuðinn ef marka má væntingavísitölu Capacent Gallup sem birti í gærmorgun. Samkvæmt vísitölunni lækka væntingar neytenda nú þriðja mánuðinn í röð. Nemur lækkunin í desember 6,4 stigum frá fyrri mánuði og er vísitalan nú 69,4 stig.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar kemur fram að samhliða væntingavísitölunni hafi Capacent Gallup einnig birt stórkaupavísitölu sína og þar kemur fram að verulega hefur dregið úr áhuga landsmanna á stórkaupum eins og utanlandsferðum frá því í september. Hefur áhuginn á utanlandsferðum ekki verið minni síðan árið 2009.

Nú segja 30% aðspurðra að þeir ferðist líklega til útlanda á næsta ári en í september voru þetta 41% aðspurðra.

Í Morgunkorninu segir að ekki þurfi að koma á óvart að áhugi á utanlandsferðum gefi eftir þegar gengi krónunnar er jafn veikt og nú og kaupmáttur í útlöndum því lítill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×