Viðskipti innlent

Milljarða tugir í hagnað

bullandi gangur Ljóst er að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa hagnast umtalsvert árið 2011.fréttablaðið/jse
bullandi gangur Ljóst er að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa hagnast umtalsvert árið 2011.fréttablaðið/jse
Afkoma í sjávarútvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald.

Samsvarandi tölur ársins 2010 eru tæpir 64 milljarðar króna árið 2010 og 2,3 milljarðar í veiðigjald. EBITDA-framlegðin batnaði því um tæp 26% á milli ára.

Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í forsendum fyrir álagningu veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 var gert ráð fyrir 72 milljarða króna EBITDA-framlegð.

Þar er því spáð að 2012 verði að líkindum einnig gott rekstrarár fyrir sjávarútveginn. Það er byggt á því að gengi krónunnar hefur haldist veikt, þorskkvótinn var aukinn talsvert og veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski hafa gengið vel á árinu. Á móti hefur verð á erlendum mörkuðum lækkað, ekki síst á botnfiskafurðum. Veiðigjald á árinu 2012/2013 er áætlað af stjórnvöldum um 12,5-13,0 milljarðar.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×