Viðskipti innlent

Stjórnarmanni vikið úr stjórn Stapa út af þekkingar- og reynsluleysi

Stjórn Stapa árið 2010. Sigurður Jóhannesson er lengst til vinstri.
Stjórn Stapa árið 2010. Sigurður Jóhannesson er lengst til vinstri.
Fjármálaeftirlitið hefur gert Sigurði Jóhannessyni að hætta störfum sem stjórnarmaður hjá Stapa lífeyrissjóði samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef FME. Ástæðan var sú að hann taldist ekki búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.

Sigurður var meðal annars kjörinn formaður stjórnar árið 2010 en hann sat í stjórn Stapa fyrir hönd atvinnurekanda. Sjálfur er hann framkvæmdastjóri SAH afurða ehf. á Blönduósi.

Í tilkynningu FME kemur fram að eftirlitið hafi farið fram á það við Sigurð að hann viki sem stjórnarmaður lífeyrissjóðsins innan tveggja vikna frá því að ákvörðunin barst honum, að öðrum kosti myndi stofnunin víkja honum einhliða frá störfum.

Hinn 6. desember 2012, rúmum sjö vikum eftir að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins barst honum, hafði Sigurður ekki enn orðið við kröfu stjórnar stofnunarinnar um að láta af störfum og af þeim sökum vék Fjármálaeftirlitið honum frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×