Viðskipti innlent

ESA hættir rannsókn

Þórður Snær Júlíusson skrifar
Askar Capital var í eigu Milestone, sem var til húsa að Suðurlandsbraut 12.
Askar Capital var í eigu Milestone, sem var til húsa að Suðurlandsbraut 12. Vísir/Arnþór
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hætti í gær rannsókn á ríkisaðstoð til fjárfestingabankanna Saga Capital, VBS og Askar Capital.

Alls lánaði íslenska ríkið bönkunum þremur 52 milljarða króna snemma árs 2009 til að reyna að halda þeim á lífi. Þeir eru nú allir gjaldþrota og því var ekki talið að áframhaldandi rannsókn myndi þjóna neinum tilgangi.

Í bráðabirgðaniðurstöðu stofnunarinnar kom þó fram að fyrirgreiðslan hefði falið í sér ríkisaðstoð sem samræmdist ekki EES-samningnum, og að íslensk yfirvöld hefðu brugðist skyldu sinni um að tilkynna ráðstafanirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×