Viðskipti innlent

Veltu milljarði út af góðu veðri

Velta Kjörís í Hveragerði fór í fyrsta sinn yfir einn milljarð króna í veltu á einu starfsári samkvæmt frétt sem birtist á vef Sunnlenska.is í dag. Þetta gerðist þann 21. nóvember síðastliðinn.

Að sögn Valdimars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins er um tólf prósent veltuaukningu að ræða á milli ára. Liggur aukningin fyrst og fremst í aukinni sölu, en örlitlar verðlagshækkanir urðu þó í byrjun árs. Helstu ástæður fyrir söluaukningunni eru helst veðurfar.

Hjá fyrirtækinu eru framleiddar tvær milljónir lítra af ís á ári hverju og ársverk þar eru fimmtíu að sögn Valdimars.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Sunnlenska.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×