Miðborgin er ekki lengur dýrust 21. desember 2012 06:00 Miðborgin Meðalleiguverð á hvern fermetra var lægra í miðborginni en á svæðinu milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar í nóvember.Fréttablaðið/vilhelm Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta má lesa úr samantekt Þjóðskrár Íslands á leiguverði íbúða í nóvember síðastliðnum. Þar kemur fram að leigan hafi að meðaltali hækkað um 0,6 prósent milli október og nóvember, og um 0,3 prósent síðustu þrjá mánuði. Meðalleiguverð á hvern fermetra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar er nú um 1.882 krónur á hvern fermetra. Það er nærri fjórðungs hækkun frá nóvember í fyrra þegar verðið var að meðaltali um 1.527 krónur. Setja verður fyrirvara við samanburðinn þar sem í sumum tilvikum eru fáir leigusamningar að baki meðaltalinu. Þá er aldur og gerð húsnæðis einnig mismunandi, sem hefur áhrif á leiguverðið. Á sama tíma hefur leiguverð í miðborginni og vesturbænum því sem næst staðið í stað. Meðalverðið á hvern fermetra er nú 1.814 krónur, en var 1.820 krónur í nóvember í fyrra. Miðborgin er þó enn örlítið dýrari en önnur svæði þegar litið er fram hjá verði á allra minnstu íbúðunum, þó svæðið milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar sé að verða svipað dýrt. Miklar breytingar eru einnig á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, en sveiflurnar skýrast að miklu leyti af því hversu fáir leigusamningar eru gerðir í hverjum mánuði. Leiguverð á tveggja og þriggja herbergja íbúðum hefur rokið upp á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ, um 23 prósent á minni íbúðum en 28 prósent á þriggja herbergja íbúðum. Á móti kemur að leiguverð á fjögurra herbergja íbúðum hefur lækkað um 31 prósent á tólf mánuðum. Á meðan verðið hækkar á höfuðborgarsvæðinu hefur leiguverð á húsnæði lækkað verulega víða á landsbyggðinni. Á Akureyri hefur leiguverð lækkað um að meðaltali 23 prósent. Lækkunin er litlu minni á Austurlandi, um 18,6 prósent, og á Vesturlandi, 16,7 prósent. Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta má lesa úr samantekt Þjóðskrár Íslands á leiguverði íbúða í nóvember síðastliðnum. Þar kemur fram að leigan hafi að meðaltali hækkað um 0,6 prósent milli október og nóvember, og um 0,3 prósent síðustu þrjá mánuði. Meðalleiguverð á hvern fermetra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar er nú um 1.882 krónur á hvern fermetra. Það er nærri fjórðungs hækkun frá nóvember í fyrra þegar verðið var að meðaltali um 1.527 krónur. Setja verður fyrirvara við samanburðinn þar sem í sumum tilvikum eru fáir leigusamningar að baki meðaltalinu. Þá er aldur og gerð húsnæðis einnig mismunandi, sem hefur áhrif á leiguverðið. Á sama tíma hefur leiguverð í miðborginni og vesturbænum því sem næst staðið í stað. Meðalverðið á hvern fermetra er nú 1.814 krónur, en var 1.820 krónur í nóvember í fyrra. Miðborgin er þó enn örlítið dýrari en önnur svæði þegar litið er fram hjá verði á allra minnstu íbúðunum, þó svæðið milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar sé að verða svipað dýrt. Miklar breytingar eru einnig á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, en sveiflurnar skýrast að miklu leyti af því hversu fáir leigusamningar eru gerðir í hverjum mánuði. Leiguverð á tveggja og þriggja herbergja íbúðum hefur rokið upp á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ, um 23 prósent á minni íbúðum en 28 prósent á þriggja herbergja íbúðum. Á móti kemur að leiguverð á fjögurra herbergja íbúðum hefur lækkað um 31 prósent á tólf mánuðum. Á meðan verðið hækkar á höfuðborgarsvæðinu hefur leiguverð á húsnæði lækkað verulega víða á landsbyggðinni. Á Akureyri hefur leiguverð lækkað um að meðaltali 23 prósent. Lækkunin er litlu minni á Austurlandi, um 18,6 prósent, og á Vesturlandi, 16,7 prósent.
Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent