Rekja óánægju kúnna Dróma til aðgerðarleysis Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2012 18:12 Hluti óánægju viðskiptavina Dróma má rekja til aðgerða og aðgerðarleysis Arion banka en lánasafn Dróma er þjónustað af bankanum. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.Í nýrri skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins er farið yfir hvernig þessi úrræði hafi heppnast hjá bönkunum. Drómi, sem er nafn á slitastjórn SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans fellur þar undir. Úttektarnefndin gerði ítarlega úttekt á málum Dróma á vormánuðum þessa árs. Í kjölfarið gerði nefndin athugasemdir við afgreiðslu og málshraða mála í 110% leið og að kvartanir og erindi lántaka og annarra fjármálafyrirtækja sem Dróma bárust væru ekki í skilgreindum farvegi. Úr þessu var bætt af hálfu stjórnar Dróma. Annað sem er athyglisvert í skýrslunni er að hluti kvartana sem hafi beinst að Dróma hafi verið vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis þriðja aðila, svo sem Arion banka. Arion banki þjónustar útlánasafn Dróma. Fyrrum SPRON lántakar koma því inn í afgreiðslu Arion banka vegna sinna mála, t.d til að semja um skuldir sínar.Ekkert gerðist fyrr en hin opinbera nefnd greip í taumana Í skýrslu úttektarnefndar kemur fram að Drómi hafi óskað eftir því við Arion haustið 2011 að ákveðin fasteignasala yrði ekki fengin til að verðmeta eignir í málum þar sem Drómi ætti hagsmuna að gæta. Drómi taldi sig hafa ítrekað lent í því að þessi fasteignasala hefði metið eignir verulega undir raunvirði og færði fyrir því rök sem eftirlitsnefndin kannaði. Skilaboðin bárust aldrei til starfsmanna Arion og því héldu þeir áfram samskiptum við hina umdeildu fasteignasölu. Var það ekki fyrr en eftirlitsnefndin gekk í málið sem skriður komst á það. Nefndin hafði þá orðið þess áskynja að hluti kvartana í fjölmiðlum vegna Dróma voru m.a. tilkomnar vegna þessa. Nefndin fór fram á við Arion í maí 2012 að virða þessa beiðni og þurfti ítrekun einum og hálfum mánuði seinna til að það yrði gert. Þetta leiddi til þess að hluti mála Dróma töfðust með tilheyrandi óþægindum og ama fyrir lántakendur. Hvorki Drómi né Arion vilja upplýsa hvaða fasteignasala þetta er. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um hversu mörg mál er að ræða það kemur ekki fram í skýrslu nefndarinnar.Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka.En hvernig má það vera að hópur viðskiptavina fái kolrangt mat á fasteignir sínar þegar þeir eru að semja um skuldir sínar, gerðar séu athugasemdir við það en þær berist aldrei á réttan stað? Fréttastofan óskaði eftir skýringum á þessu frá Arion banka. „Við höfum lagt áherslu á að sömu fasteignasölurnar geri fyrir okkur verðmöt í skuldaaðlögunarmálum okkar viðskiptavina, m.a. til að samræmis sé gætt. Drómi gerði hins vegar á síðari stigum athugasemdir við verðmöt frá tiltekinni fasteignasölu þar sem þeim þóttu verðmöt frá henni of lág. Því miður virðist sem athugasemdir Dróma hafi ekki borist til réttra aðila innan bankans og því var ekki brugðist við þeim eins skjótt og ákjósanlegt hefði verið. En um tiltölulega fá mál er að ræða sem töfðust vegna þessa. Ekkert annað fjármálafyrirtæki gerði athugasemdir við Arion banka vegna verðmata umræddrar fasteignasölu," segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Arion banki virðist eiga Dróma Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. 19. nóvember 2012 18:37 Drómi ætlar að hefja endurútreikning strax Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun með fulltrúum Dróma og Lýsingar vegna vaxtadóms Hæstaréttar á fimmtudag. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengistryggðum lánum, þar sem stefnandi, sem var Borgarbyggð, hafði staðið í skilum og fullnaðarkvittanir lágu fyrir. 22. október 2012 13:47 Telur ójafnræði viðskiptavina Dróma ólíðandi og hyggst taka málið upp Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir það óskiljanlegt að útlán viðskiptavina SPRON hafi ekki flust með innlánum í Arion banka á sínum tíma. Hann segir ójafnræðið sem viðskiptavinir Dróma þurfa að þola með öllu ólíðandi og hyggst taka málið upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20. nóvember 2012 18:54 Jóhanna segir eitthvað að í samskiptum Dróma og viðskiptavina þeirra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavina og vill skoða hvort ástæða sé til að flytja eignasafn félagsins til Seðlabankans eða Arion banka. 22. nóvember 2012 19:21 Skuldarar kalla eftir aðstoð "Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. "Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur. 23. nóvember 2012 09:35 Viðskiptavinir Dróma skora á ráðherra Viðskiptavinir Dróma segja sig verða fyrir misrétti að fá ekki sama aðgang að banka og aðrir og skora á stjórnvöld að sjá til þess að lánasöfn þeirra fari til bankastofnunar með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar. 23. nóvember 2012 18:38 Drómi svarar erindum innan eðlilegra marka Drómi svarar erindum og kvörtunum innan eðlilegra tímamarka í langfelstum tilvikum. Þetta kemur fram í gegnsæisathugun Fjármálaeftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar í dag. 21. nóvember 2012 16:51 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Hluti óánægju viðskiptavina Dróma má rekja til aðgerða og aðgerðarleysis Arion banka en lánasafn Dróma er þjónustað af bankanum. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.Í nýrri skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins er farið yfir hvernig þessi úrræði hafi heppnast hjá bönkunum. Drómi, sem er nafn á slitastjórn SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans fellur þar undir. Úttektarnefndin gerði ítarlega úttekt á málum Dróma á vormánuðum þessa árs. Í kjölfarið gerði nefndin athugasemdir við afgreiðslu og málshraða mála í 110% leið og að kvartanir og erindi lántaka og annarra fjármálafyrirtækja sem Dróma bárust væru ekki í skilgreindum farvegi. Úr þessu var bætt af hálfu stjórnar Dróma. Annað sem er athyglisvert í skýrslunni er að hluti kvartana sem hafi beinst að Dróma hafi verið vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis þriðja aðila, svo sem Arion banka. Arion banki þjónustar útlánasafn Dróma. Fyrrum SPRON lántakar koma því inn í afgreiðslu Arion banka vegna sinna mála, t.d til að semja um skuldir sínar.Ekkert gerðist fyrr en hin opinbera nefnd greip í taumana Í skýrslu úttektarnefndar kemur fram að Drómi hafi óskað eftir því við Arion haustið 2011 að ákveðin fasteignasala yrði ekki fengin til að verðmeta eignir í málum þar sem Drómi ætti hagsmuna að gæta. Drómi taldi sig hafa ítrekað lent í því að þessi fasteignasala hefði metið eignir verulega undir raunvirði og færði fyrir því rök sem eftirlitsnefndin kannaði. Skilaboðin bárust aldrei til starfsmanna Arion og því héldu þeir áfram samskiptum við hina umdeildu fasteignasölu. Var það ekki fyrr en eftirlitsnefndin gekk í málið sem skriður komst á það. Nefndin hafði þá orðið þess áskynja að hluti kvartana í fjölmiðlum vegna Dróma voru m.a. tilkomnar vegna þessa. Nefndin fór fram á við Arion í maí 2012 að virða þessa beiðni og þurfti ítrekun einum og hálfum mánuði seinna til að það yrði gert. Þetta leiddi til þess að hluti mála Dróma töfðust með tilheyrandi óþægindum og ama fyrir lántakendur. Hvorki Drómi né Arion vilja upplýsa hvaða fasteignasala þetta er. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um hversu mörg mál er að ræða það kemur ekki fram í skýrslu nefndarinnar.Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka.En hvernig má það vera að hópur viðskiptavina fái kolrangt mat á fasteignir sínar þegar þeir eru að semja um skuldir sínar, gerðar séu athugasemdir við það en þær berist aldrei á réttan stað? Fréttastofan óskaði eftir skýringum á þessu frá Arion banka. „Við höfum lagt áherslu á að sömu fasteignasölurnar geri fyrir okkur verðmöt í skuldaaðlögunarmálum okkar viðskiptavina, m.a. til að samræmis sé gætt. Drómi gerði hins vegar á síðari stigum athugasemdir við verðmöt frá tiltekinni fasteignasölu þar sem þeim þóttu verðmöt frá henni of lág. Því miður virðist sem athugasemdir Dróma hafi ekki borist til réttra aðila innan bankans og því var ekki brugðist við þeim eins skjótt og ákjósanlegt hefði verið. En um tiltölulega fá mál er að ræða sem töfðust vegna þessa. Ekkert annað fjármálafyrirtæki gerði athugasemdir við Arion banka vegna verðmata umræddrar fasteignasölu," segir Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Arion banki virðist eiga Dróma Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. 19. nóvember 2012 18:37 Drómi ætlar að hefja endurútreikning strax Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun með fulltrúum Dróma og Lýsingar vegna vaxtadóms Hæstaréttar á fimmtudag. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengistryggðum lánum, þar sem stefnandi, sem var Borgarbyggð, hafði staðið í skilum og fullnaðarkvittanir lágu fyrir. 22. október 2012 13:47 Telur ójafnræði viðskiptavina Dróma ólíðandi og hyggst taka málið upp Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir það óskiljanlegt að útlán viðskiptavina SPRON hafi ekki flust með innlánum í Arion banka á sínum tíma. Hann segir ójafnræðið sem viðskiptavinir Dróma þurfa að þola með öllu ólíðandi og hyggst taka málið upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20. nóvember 2012 18:54 Jóhanna segir eitthvað að í samskiptum Dróma og viðskiptavina þeirra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavina og vill skoða hvort ástæða sé til að flytja eignasafn félagsins til Seðlabankans eða Arion banka. 22. nóvember 2012 19:21 Skuldarar kalla eftir aðstoð "Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. "Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur. 23. nóvember 2012 09:35 Viðskiptavinir Dróma skora á ráðherra Viðskiptavinir Dróma segja sig verða fyrir misrétti að fá ekki sama aðgang að banka og aðrir og skora á stjórnvöld að sjá til þess að lánasöfn þeirra fari til bankastofnunar með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar. 23. nóvember 2012 18:38 Drómi svarar erindum innan eðlilegra marka Drómi svarar erindum og kvörtunum innan eðlilegra tímamarka í langfelstum tilvikum. Þetta kemur fram í gegnsæisathugun Fjármálaeftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar í dag. 21. nóvember 2012 16:51 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Arion banki virðist eiga Dróma Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. 19. nóvember 2012 18:37
Drómi ætlar að hefja endurútreikning strax Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun með fulltrúum Dróma og Lýsingar vegna vaxtadóms Hæstaréttar á fimmtudag. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengistryggðum lánum, þar sem stefnandi, sem var Borgarbyggð, hafði staðið í skilum og fullnaðarkvittanir lágu fyrir. 22. október 2012 13:47
Telur ójafnræði viðskiptavina Dróma ólíðandi og hyggst taka málið upp Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir það óskiljanlegt að útlán viðskiptavina SPRON hafi ekki flust með innlánum í Arion banka á sínum tíma. Hann segir ójafnræðið sem viðskiptavinir Dróma þurfa að þola með öllu ólíðandi og hyggst taka málið upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20. nóvember 2012 18:54
Jóhanna segir eitthvað að í samskiptum Dróma og viðskiptavina þeirra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavina og vill skoða hvort ástæða sé til að flytja eignasafn félagsins til Seðlabankans eða Arion banka. 22. nóvember 2012 19:21
Skuldarar kalla eftir aðstoð "Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. "Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur. 23. nóvember 2012 09:35
Viðskiptavinir Dróma skora á ráðherra Viðskiptavinir Dróma segja sig verða fyrir misrétti að fá ekki sama aðgang að banka og aðrir og skora á stjórnvöld að sjá til þess að lánasöfn þeirra fari til bankastofnunar með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar. 23. nóvember 2012 18:38
Drómi svarar erindum innan eðlilegra marka Drómi svarar erindum og kvörtunum innan eðlilegra tímamarka í langfelstum tilvikum. Þetta kemur fram í gegnsæisathugun Fjármálaeftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar í dag. 21. nóvember 2012 16:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun