Viðskipti innlent

Opnað fyrir viðskipti með bréf í Fjarskiptum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðskipti hefjast í dag með hlutabréf Fjarskipta hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fjarskipti, sem rekur Vodafone á Íslandi, tilheyrir fjarskiptageiranum og flokkast sem lítið félag. Vodafone á Íslandi er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á Íslandi á þessu ári.

„Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum," segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

Ómar segir að fjarskiptamarkaðurinn sé lifandi og skemmtilegur og atvinnugreinin hafi breyst mikið á undanförnum 20 árum. „Eftir önnur 20 ár munum við hafa séð eitt og annað sem okkur þykir óhugsandi í dag. Við hlökkum til að taka þátt í þeirri þróun, enda gegna traust og góð fjarskipti sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi fólks og resktri fyrirtækja. Skráningarferlið hefur á undanförnum mánuðum verið bæði krefjandi og gagnlegt. Við höfum velt við hverjum steini í rekstrinum og hlökkum til verunnar á hlutabréfamarkaðnum," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×