Fleiri fréttir

Þorskveiðin aukin um tíu þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvóti verði aukinn um 10.000 tonn á næsta fiskveiðiári þannig að leyfilegur hámarksafli verði 160.000 tonn.

Úrvalsvísitalan stóð í stað

Úrvalsvísitalan stóð í stað í dag og er 904,5 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldunni. Veltan nam 74 milljónum króna.

Kaupandi Skeljungs maki stjórnarformannsins

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, sem tilkynnt var um að hafi keypt 49% hlut í Skeljungi í dag, er aðeins 33 ára gömul en áður var hún framkvæmdarstjóri fjárstýringu Straums-Burðaráss.

Áliðnaðurinn keyrir áfram jákvæð vöruskipti

Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um tæplega 16,8 milljarða kr. í maí síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Að baki þessu er mikil aukning á útflutningi iðnaðarvara og þá einkum áls.

Veiking evru bætir erlenda stöðu þjóðarbúsins

Nokkur breyting hefur orðið til batnaðar í erlendri stöðu þjóðarbúsins samkvæmt tölum Seðlabankans sem birtar voru í gær. Þannig var hrein staða við útlönd neikvæð um 5.895 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 og batnar um 400 milljarða kr. frá því í lok síðastliðins árs, þá aðallega vegna veikingar evrunnar.

Iceland Express flýgur til New York

Iceland Express hefur hafið áætlunarflug til New York og þar með er í fyrsta skipti komin samkeppni á flugleiðinni milli Íslands og New York, segir í tilkynningu.

FME og sérstakur saksóknari berjast um starfsfólk

Forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, sagðist aðspurður í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun, að hann væri ekki viss hvort það væru til nógu margir sérfræðingar til þess að ráða í þær tólf stöður sem FME auglýsir í þessa daganna.

Mánabergið komið úr 165 milljóna karfatúr

Mánaberg ÓF 42 er nú að koma til hafnar eftir úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg. Veiðiferðin sem hófst 13. maí gekk vel og heildarafli var ca. 650 tonn og aflaverðmæti ca. 165 milljónir króna. Skipið kom inn til millilöndunar 27. maí.

Heimilin juku kreditkortaveltu sína um 8,8%

Kreditkortavelta heimila jókst um 8,8% í janúar-apríl í ár miðað við janúar-apríl í fyrra. Debetkortavelta jókst um 6,0% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-apríl 2010 um 7,4%.

Skel Investments keypti 49% hlutinn í Skeljungi

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur selt 49% hlut sinn í Skeljungi og tengdum félögum, en félögin voru sett í opið söluferli 24. nóvember sl. Kaupandi er Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, en hún er hluthafi í Skel Investments ehf. sem er eigandi 51% hlutar í félögunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Gistinóttum fækkar um 8% í apríl

Gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum voru 85.600 en voru 93.100 í sama mánuði árið 2009, segir í frétt Hagstofu Íslands.

Bilderberg klúbburinn ræðir um framtíð evrunnar

Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu.

Gríðarlegur hagnaður af norsku laxeldi

Norskar laxeldisstöðvar mala nú gull sem aldrei fyrr í sögunni þökk sé því að laxeldi Chilebúa hefur ekki náð sér á strik að nýju eftir mikil vandamál með sjúkdóma.

Skoða lögmæti fjármögnunar ríkisbankanna

Verið er að kanna hvort endurfjármögnun bankanna síðasta sumar stangist á við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og flokkist sem ólöglegur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlitstofnun EFTA) er nú með málið til skoðunar.

Stefna að opnu og gagnsæju ferli

Arion banki leggur á það mat í hverju máli fyrir sig hvaða kostur sé heppilegastur þegar koma á í verð eignarhlutum í fyrirtækjum sem bankinn hefur þurft að taka yfir í þeim tilgangi að tryggja fullnustu eigna.

Verð hækkar þar til evra fer í 140 krónur

Neytendur þurfa að bíða þar til evran lækkar í um 140 krónur áður en verðlag kemst í jafnvægi. Samtök atvinnulífsins hafa reyndar talið að enn sé inni verðhækkun upp á um tíu prósent. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, formaður samtakanna.

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 27 milljarða

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 27 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 1 milljarð afgang á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabankanum.

Landsbankinn uppfyllir kröfur FME

Landsbankinn vill árétta vegna þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær, og sagt hefur verið frá í fréttum, að bankinn uppfyllir allar kröfur FME um stórar áhættuskuldbindingar, segir í yfirlýsingu.

GAMMA: Skuldabréfavísitalan hækkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 6,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 2,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi:

Google gerir 25 ára mann ríkan

Google hefur keypt netfyrirtæki af hinum 25 ára gamla Nat Turner og hermt er að verðið hafi verið um 70 milljónir dollara eða um níu milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Business Insider.

Ávöxtunarkrafa á aflahlutdeild hefur minnkað verulega frá 1992

Óvissa um framtíð stjórnunar fiskveiða getur bæði haft áhrif á verð á aflamarki og aflahlutdeildum. Mikilvægt er að lágmarka þá óvissu og fastmóta stefnu til framtíðar sem ekki er hvikað frá. Þetta kemur fram í skýrslu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem ber heitið Skilvirkni markaða fyrir aflaheimildir.

Spáir jákvæðum tóni hjá matsfyrirtækjum í garð Íslands

Greining Íslandsbanka telur líklegt að tónninn hjá matsfyrirtækjunum í garð Íslands á næstunni verði frekar jákvæðari en áður. Telur greiningin ólíklegt að lánshæfismat ríkissjóðs versni, nema verulegt bakslag verði í þróun gjaldeyrismála hér á landi og lausn Icesave deilunnar dragist enn á langinn.

Tæp 15% fækkun erlendra gesta í maí

Um 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í maímánuði síðastliðnum samkvæmt brottfarartalningum Ferðamálastofu í Leifsstöð og er því um að ræða 19% fækkun frá því í maí á síðasta ári. Að meðtöldum 1.300 brottförum erlendra gesta um Akureyrarflugvöll nemur fækkun erlendra gesta 14,8% milli ára.

JP Morgan fær risasekt í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands.

Seðlabankinn opinn fyrir gjaldmiðlaskiptasamningum

Seðlabankinn segir að ekki sé loku fyrir það skotið að hann komi tímabundið að lausn mála varðandi misvægi gjaldeyriseigna og -skulda. Yrði það að öllum líkindum gert með vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamningum af einhverjum toga þar sem bankinn yrði milliliður á milli bankanna og innlendra aðila með öfugt ójafnvægi.

Stjórn Spkef styrkir innra eftirlit

Stjórn SpKef sparisjóðs hefur gengið frá ráðningu Mjallar Flosadóttur í stöðu innri endurskoðanda sparisjóðsins. Mjöll mun taka við af Evu Stefánsdóttur sem senn fer í barneignarleyfi.

Warren Buffett til varnar Moody´s

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett, sem er stærsti hluthafinn í matsfyrirtækinu Moody´s, kom fyrirtækinu til varnar í yfirheyrslum fyrir bandarískri þingnefnd í gærkvöldi.

Áhætta fylgir markaðsskráningu

Viðskipti Mikill ábyrgðarhlutur er að setja fyrirtæki í almenna sölu á hlutabréfamarkaði og bjóða þannig öðrum en fagfjárfestum að kaupa vegna áhættunnar sem fylgir slíkum kaupum, segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Auður reisir skjaldborg um kröfuhafa

Auður Capital hefur stofnað nokkur fyrirtæki sem bera nöfnin Skjaldborg kröfuhafafélag og svo númer hvað það er; 1, 2, 3 og þar fram eftir götunum. Margir hugsa ef til vill í kjölfarið til skjaldborgarinnar margumtöluðu um heimilin, sem þetta er jú ekki.

Skuldabréfavísitölur hækkuðu lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 12,2 milljarða króna viðskiptum og er 189 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá GAM Management.

Hlutabréf Marels hækka um 1,3 prósent

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,3 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Össurar, sem fór upp um 0,82 prósent. Önnur hlutabréf á Aðallista hreyfðust ekki úr stað.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% í dag og er 891 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldunni. Marel hækkaði um 1,3% og Össur um 0,8%. Ekkert félag lækkaði.

Seðlabankastjóri: Stutt í botninn

Líklega er stutt í að botninum í efnahagsumsvifum sé náð, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann segir þó að efnahagsbatinn hafi tafist og „forsendur varanlegs hagvaxtar séu um sumt enn ótraustar."

Íslandsbanki afskrifar 4 milljarða kúlulán starfsmanna

Kúlulán níu núverandi starfsmanna Íslandsbanka, uppá ríflega fjóra milljarða króna, verða afskrifuð. Starfsmennirnir fengu lánin hjá Glitni til hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum í gegnum einkahlutafélög. Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því að starfsmennirnir gefi félög sín upp til gjaldþrotaskipta, segir í frétt RÚV.

Landsbankinn telur launakjör starfsmanna eðlileg

Landsbankinn telur launakjör starfsmanna sinna, sem eru með hærri laun en forsætisráðherra, eðlileg og vísar til eigendastefnu ríkisins sem gefin var út af Bankasýslunni á síðasta ári.

Dæmdir fyrir að selja ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít

Starfsmaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nordic Gourmet hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að tilgreina ranglega allt að þúsund tonn af sjávarafurðum til útflutnings, en þeir merktu ýsu sem þorsk og keilu sem steinbít. Þannig blekktu þeir útlendinga en brotin eru talin alvarleg.

Sjá næstu 50 fréttir