Fleiri fréttir Þjónustujöfnuður neikvæður um 3,6 milljarða Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 57,3 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,9 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 3,6 milljarða króna. 2.6.2010 09:03 Næstum hundrað bankar á hliðina Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum. 2.6.2010 09:00 Hvetja lánþega til að sniðganga frumvarp Árna Páls „Samtök lánþega telja að hag lánþega sé best borgið með því að sniðganga með öllu þau úrræði sem boðið er uppá í nýframlögðu frumvarpi félagsmálaráðherra, vilji svo ólíklega til að það verði samþykkt á Alþingi." 2.6.2010 08:49 Greining spáir vægari samdrætti í ár á Íslandi Greining Arion banka gerir ráð fyrir vægari samdrætti á þessu ári eða 1,5% samdrætti, í stað 2,4% eins og fyrri spá greiningarinnar gerði ráð fyrir. Á móti kemur að spáin fyrir árið 2011 hefur verið lækkuð og er nú gert ráð fyrir 1,7% vexti á árinu 2011, í stað 3,9% vaxtar. Fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði kominn rétt yfir 4% á því ári. 2.6.2010 08:41 Yfir Heiðina með Óla Kristjáni Snotur en ekki forstjórabíll 2.6.2010 08:00 Bíll til sölu: Staðalbúnaður er radar, reykvörn og vélbyssur Sögufrægur bíll fer á uppboð í þessari viku. Meðal staðalbúnaðar í honum eru radar, reykvörn, nagladreifari og tvær vélbyssur. 2.6.2010 07:28 Reynsluboltar stýra sjóðum MP Banka „Við vinnum vel saman. Það sem við gerðum með Teton kom vel út og því ákváðum við að fara dýpra inn í stýringuna,“ segir Styrmir Guðmundsson sem ásamt Ragnari Páli Dyer hefur gengið til liðs við MP Banka um sjóðastýringu rekstrarfélags sjóða bankans. Þeir munu jafnframt eiga hlut í rekstrarfélaginu. 2.6.2010 07:00 Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins. 2.6.2010 06:00 Græn framtíð í færeyskum farsímum „Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. 2.6.2010 06:00 Auglýst eftir fólki - ekki hugmyndum „Það vantar ekki hugmyndir, heldur fólk til að gera þær að veruleika,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem rekur Viðskiptasmiðjuna í félagi við Háskólann í Reykjavík. Viðskiptasmiðjan gefur frumkvöðlum möguleika á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum sínum á rétta braut. 2.6.2010 06:00 Erum reynslunni ríkari eftir hrunið Forstjóri Kauphallarinnar dregur í efa að sjónarmið í þá veru að hlutabréfamarkaður sé ónýtur og verði í mörg ár að rétta úr kútnum eigi við rök að styðjast. 2.6.2010 06:00 Miklu fleiri þarf að mennta í tæknigeira Iðnfyrirtæki vilja endurmennta ungt og atvinnulaust fólk svo það nýtist til starfa þar sem uppbygging á sér stað. Tölvu- og vélaverkfræðinga vantar. Breytingar kalla á öðruvísi menntun. 2.6.2010 06:00 Þessi kynnu að eiga erindi í Kauphöllina 2.6.2010 06:00 Skyrið gæti orðið okkar parmaskinka Unnið er að því að skilgreina eiginleika matvæla á borð við skyr og hangikjöt. Það er fyrsta skrefið í að vernda vöruheitin, líkt og gert hefur verið fyrir ýmsa erlenda matvöru. 2.6.2010 06:00 Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. 2.6.2010 05:00 Rúm fjörutíu prósent fyrirtækja eru í vanskilum við Íslandsbanka Tæpur helmingur fyrirtækja er í skilum með lán sín við Íslandsbanka og tæp tíu prósent á athugunarlista. Rétt rúm fjörutíu prósent fyrirtækja eru í vanskilum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru flest í skilum við bankann en tæp áttatíu prósent eignarhaldsfélaga. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á morgunfundi Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum fyrir rúmri viku síðan. 2.6.2010 04:00 Marel hækkaði um 2,7% Úrvalsvísitalan OMXI lækkaði um 0,3% og er 885,2 stig við lok markaðar. Marel hækkaði um 2,7% og Atlantic Airwaves hækkaði um 0,8%. 1.6.2010 17:03 Blómaval fagnar 40 ára starfsafmæli Blómaval mun fagna 40 ára starfsafmæli með afmælishátíð um land allt 3-6. júní. Margt hefur breyst á þessum 40 árum en starfssemi Blómavals byggir enn á þrenningunni sem lagt var af stað með fyrir 40 árum. Blómin, garðurinn og grænmetið eru enn þungamiðjan í allri áherslu fyrirtækisins. 1.6.2010 14:52 1,4 milljarða velta með hlutabréf í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maí námu rúmum 1.364 milljónum eða 72 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í aprílmánuði tæpar 1.284 milljónir, eða 71 milljónir á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. 1.6.2010 14:31 167 milljarða skuldabréfavelta í maí Heildarviðskipti með skuldabréf námu rúmum 166,9 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,8 milljarða veltu á dag. Í aprílmánuði nam veltan 10,2 milljörðum á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. 1.6.2010 14:26 Toys R Us á hlutabréfamarkað Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC. 1.6.2010 14:16 Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. 1.6.2010 13:33 Fyrsti dagur nýs bankastjóra Arion Í dag fóru formlega fram bankastjóraskipti í Arion banka. Finnur Sveinbjörnsson lét af starfi bankastjóra en við starfinu tók Höskuldur H. Ólafsson. Tilkynnt var um ráðninguna 23. apríl. 1.6.2010 13:18 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. 1.6.2010 12:17 Krónan heldur áfram að styrkjast gagnvart evrunni Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gagnvart evru og kostar evran 157,5 krónur á innlendum millibankamarkaði þegar þetta er ritað (kl. 11:30). Um áramótin stóð evran í 179,9 krónum og hefur krónan því styrkst um 14,1% gagnvart evru frá þeim tíma. 1.6.2010 12:02 GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí GAMMA: GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí. Þriðja mánuðinn í röð er betri ávöxtun af óverðtryggðu og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,28% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,60%. 1.6.2010 11:31 Evrumarkaðir öskra á gleðipillur Óvissa um framtíð bankanna, ríkisskuldakreppan, BP, atvinnuleysið o.sv.fr. Útlitið er kolsvart á mörkuðunum í evrulöndunum. 1.6.2010 11:16 Bankastjóraskipti í Landsbankanum (NBI) í dag Ásmundur Stefánsson lætur af störfum sem bankastjóri Landsbankans (NBI hf.) frá og með deginum í dag. Við starfinu tekur Steinþór Pálsson. 1.6.2010 11:00 Kostnaður BP í Mexíkóflóa kominn yfir milljarð dollara Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er nú kominn yfir einn milljarð dollara eða um 130 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Búast má við að kostnaðurinn verði mun hærri en nemur þessari upphæð þegar upp er staðið. 1.6.2010 10:48 Eik semur um að breyta skuldum í hlutafé Stór hluti körfuhafa hjá Eik fasteignafélagi hefur fallist á skuldbreytingu krafna sinna í hlutafé. Þetta var talin líkleg niðurstaða úr samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli kröfuhafa og eigenda Eik. 1.6.2010 10:00 Kostnaður við gjaldeyrishöftin 24 milljónir í fyrra Kostnaður Seðlabankans við að viðhalda gjaldeyrishöftunum á síðasta ári nemur tæpum 24 milljónum kr. Þar af voru laun og launtegnd gjöld rúmlega 10 milljónir kr. 1.6.2010 09:38 Hótel í Danmörku grátt leikin af öskunni í apríl Hótel í Danmörku voru grátt leikin af öskunni frá gosinu í Eyjafjallajökli. Ný könnun sýnir að velta þeirra minnkaði um 20% í aprílmánuði og er það rakið beint til öskunnar og þeirra truflana sem hún olli á flugsamgöngum. 1.6.2010 09:07 Markaðsskuldabréf sækja í sig veðrið Staða markaðsskuldabréfa í lok apríl 2010 nam 1.506 milljarða kr. og hækkaði um 34,16 milljarða kr. í mánuðinum. 1.6.2010 08:36 Frakkland komið í sviðsljósið vegna skuldasúpu Frakkland er nú komið í sviðsljós þeirra ríkja í Evrópu sem glíma við mikla skuldasúpu. 1.6.2010 07:36 Selja erlendar eigur og kaupa íbúðabréf Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna batnar og heildarskuldir ríkisins minnka. 26 lífeyrissjóðir kaupa íbúðabréf sem Seðlabankinn keypti heim frá Lúxemborg. Sölunni lauk á sunnudag eftir lokað útboð. Aðdragandi var skammur. 1.6.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þjónustujöfnuður neikvæður um 3,6 milljarða Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 57,3 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,9 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 3,6 milljarða króna. 2.6.2010 09:03
Næstum hundrað bankar á hliðina Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum. 2.6.2010 09:00
Hvetja lánþega til að sniðganga frumvarp Árna Páls „Samtök lánþega telja að hag lánþega sé best borgið með því að sniðganga með öllu þau úrræði sem boðið er uppá í nýframlögðu frumvarpi félagsmálaráðherra, vilji svo ólíklega til að það verði samþykkt á Alþingi." 2.6.2010 08:49
Greining spáir vægari samdrætti í ár á Íslandi Greining Arion banka gerir ráð fyrir vægari samdrætti á þessu ári eða 1,5% samdrætti, í stað 2,4% eins og fyrri spá greiningarinnar gerði ráð fyrir. Á móti kemur að spáin fyrir árið 2011 hefur verið lækkuð og er nú gert ráð fyrir 1,7% vexti á árinu 2011, í stað 3,9% vaxtar. Fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði kominn rétt yfir 4% á því ári. 2.6.2010 08:41
Bíll til sölu: Staðalbúnaður er radar, reykvörn og vélbyssur Sögufrægur bíll fer á uppboð í þessari viku. Meðal staðalbúnaðar í honum eru radar, reykvörn, nagladreifari og tvær vélbyssur. 2.6.2010 07:28
Reynsluboltar stýra sjóðum MP Banka „Við vinnum vel saman. Það sem við gerðum með Teton kom vel út og því ákváðum við að fara dýpra inn í stýringuna,“ segir Styrmir Guðmundsson sem ásamt Ragnari Páli Dyer hefur gengið til liðs við MP Banka um sjóðastýringu rekstrarfélags sjóða bankans. Þeir munu jafnframt eiga hlut í rekstrarfélaginu. 2.6.2010 07:00
Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins. 2.6.2010 06:00
Græn framtíð í færeyskum farsímum „Það er gaman að sjá íslenskt hugvit fara út fyrir landsteinana og farsíma öðlast framhaldslíf,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. 2.6.2010 06:00
Auglýst eftir fólki - ekki hugmyndum „Það vantar ekki hugmyndir, heldur fólk til að gera þær að veruleika,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem rekur Viðskiptasmiðjuna í félagi við Háskólann í Reykjavík. Viðskiptasmiðjan gefur frumkvöðlum möguleika á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum sínum á rétta braut. 2.6.2010 06:00
Erum reynslunni ríkari eftir hrunið Forstjóri Kauphallarinnar dregur í efa að sjónarmið í þá veru að hlutabréfamarkaður sé ónýtur og verði í mörg ár að rétta úr kútnum eigi við rök að styðjast. 2.6.2010 06:00
Miklu fleiri þarf að mennta í tæknigeira Iðnfyrirtæki vilja endurmennta ungt og atvinnulaust fólk svo það nýtist til starfa þar sem uppbygging á sér stað. Tölvu- og vélaverkfræðinga vantar. Breytingar kalla á öðruvísi menntun. 2.6.2010 06:00
Skyrið gæti orðið okkar parmaskinka Unnið er að því að skilgreina eiginleika matvæla á borð við skyr og hangikjöt. Það er fyrsta skrefið í að vernda vöruheitin, líkt og gert hefur verið fyrir ýmsa erlenda matvöru. 2.6.2010 06:00
Koma þarf í veg fyrir markaðsmisnotkun Lagaumgjörð sem í smíðum er og tekur á kauphallarstarfsemi gengur ekki nógu langt til að hún fái byggt undir traust á Kauphöllinni eftir allt sem aflaga hefur farið, að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og lektors við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vilhjálmur er jafnframt framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. 2.6.2010 05:00
Rúm fjörutíu prósent fyrirtækja eru í vanskilum við Íslandsbanka Tæpur helmingur fyrirtækja er í skilum með lán sín við Íslandsbanka og tæp tíu prósent á athugunarlista. Rétt rúm fjörutíu prósent fyrirtækja eru í vanskilum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru flest í skilum við bankann en tæp áttatíu prósent eignarhaldsfélaga. Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á morgunfundi Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum fyrir rúmri viku síðan. 2.6.2010 04:00
Marel hækkaði um 2,7% Úrvalsvísitalan OMXI lækkaði um 0,3% og er 885,2 stig við lok markaðar. Marel hækkaði um 2,7% og Atlantic Airwaves hækkaði um 0,8%. 1.6.2010 17:03
Blómaval fagnar 40 ára starfsafmæli Blómaval mun fagna 40 ára starfsafmæli með afmælishátíð um land allt 3-6. júní. Margt hefur breyst á þessum 40 árum en starfssemi Blómavals byggir enn á þrenningunni sem lagt var af stað með fyrir 40 árum. Blómin, garðurinn og grænmetið eru enn þungamiðjan í allri áherslu fyrirtækisins. 1.6.2010 14:52
1,4 milljarða velta með hlutabréf í maí Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maí námu rúmum 1.364 milljónum eða 72 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í aprílmánuði tæpar 1.284 milljónir, eða 71 milljónir á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. 1.6.2010 14:31
167 milljarða skuldabréfavelta í maí Heildarviðskipti með skuldabréf námu rúmum 166,9 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,8 milljarða veltu á dag. Í aprílmánuði nam veltan 10,2 milljörðum á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. 1.6.2010 14:26
Toys R Us á hlutabréfamarkað Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC. 1.6.2010 14:16
Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. 1.6.2010 13:33
Fyrsti dagur nýs bankastjóra Arion Í dag fóru formlega fram bankastjóraskipti í Arion banka. Finnur Sveinbjörnsson lét af starfi bankastjóra en við starfinu tók Höskuldur H. Ólafsson. Tilkynnt var um ráðninguna 23. apríl. 1.6.2010 13:18
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. 1.6.2010 12:17
Krónan heldur áfram að styrkjast gagnvart evrunni Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gagnvart evru og kostar evran 157,5 krónur á innlendum millibankamarkaði þegar þetta er ritað (kl. 11:30). Um áramótin stóð evran í 179,9 krónum og hefur krónan því styrkst um 14,1% gagnvart evru frá þeim tíma. 1.6.2010 12:02
GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí GAMMA: GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí. Þriðja mánuðinn í röð er betri ávöxtun af óverðtryggðu og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,28% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,60%. 1.6.2010 11:31
Evrumarkaðir öskra á gleðipillur Óvissa um framtíð bankanna, ríkisskuldakreppan, BP, atvinnuleysið o.sv.fr. Útlitið er kolsvart á mörkuðunum í evrulöndunum. 1.6.2010 11:16
Bankastjóraskipti í Landsbankanum (NBI) í dag Ásmundur Stefánsson lætur af störfum sem bankastjóri Landsbankans (NBI hf.) frá og með deginum í dag. Við starfinu tekur Steinþór Pálsson. 1.6.2010 11:00
Kostnaður BP í Mexíkóflóa kominn yfir milljarð dollara Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er nú kominn yfir einn milljarð dollara eða um 130 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Búast má við að kostnaðurinn verði mun hærri en nemur þessari upphæð þegar upp er staðið. 1.6.2010 10:48
Eik semur um að breyta skuldum í hlutafé Stór hluti körfuhafa hjá Eik fasteignafélagi hefur fallist á skuldbreytingu krafna sinna í hlutafé. Þetta var talin líkleg niðurstaða úr samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli kröfuhafa og eigenda Eik. 1.6.2010 10:00
Kostnaður við gjaldeyrishöftin 24 milljónir í fyrra Kostnaður Seðlabankans við að viðhalda gjaldeyrishöftunum á síðasta ári nemur tæpum 24 milljónum kr. Þar af voru laun og launtegnd gjöld rúmlega 10 milljónir kr. 1.6.2010 09:38
Hótel í Danmörku grátt leikin af öskunni í apríl Hótel í Danmörku voru grátt leikin af öskunni frá gosinu í Eyjafjallajökli. Ný könnun sýnir að velta þeirra minnkaði um 20% í aprílmánuði og er það rakið beint til öskunnar og þeirra truflana sem hún olli á flugsamgöngum. 1.6.2010 09:07
Markaðsskuldabréf sækja í sig veðrið Staða markaðsskuldabréfa í lok apríl 2010 nam 1.506 milljarða kr. og hækkaði um 34,16 milljarða kr. í mánuðinum. 1.6.2010 08:36
Frakkland komið í sviðsljósið vegna skuldasúpu Frakkland er nú komið í sviðsljós þeirra ríkja í Evrópu sem glíma við mikla skuldasúpu. 1.6.2010 07:36
Selja erlendar eigur og kaupa íbúðabréf Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna batnar og heildarskuldir ríkisins minnka. 26 lífeyrissjóðir kaupa íbúðabréf sem Seðlabankinn keypti heim frá Lúxemborg. Sölunni lauk á sunnudag eftir lokað útboð. Aðdragandi var skammur. 1.6.2010 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent