Spáir jákvæðum tóni hjá matsfyrirtækjum í garð Íslands 3. júní 2010 12:06 Greining Íslandsbanka telur líklegt að tónninn hjá matsfyrirtækjunum í garð Íslands á næstunni verði frekar jákvæðari en áður. Telur greiningin ólíklegt að lánshæfismat ríkissjóðs versni, nema verulegt bakslag verði í þróun gjaldeyrismála hér á landi og lausn Icesave deilunnar dragist enn á langinn. Þeta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar en í formála skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, er bent á að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) hafi eytt óvissu um getu Íslands til að ráða við þungar afborganir af erlendum lánum næstu tvö árin. Þar segir enn frekar að þetta hafi haft þau áhrif að horfur um lánshæfismat hafi batnað. Þó hefur einungis eitt lánshæfismatsfyrirtæki af þeim fjórum sem meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands breytt horfum sínum í jákvæða átt frá því önnur endurskoðun var í höfn, en það er fyrirtækið Moody´s. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Moody´s fyrir innlendar og erlendar langtímaskuldbindingar eru Baa3 sem er lægsta einkunn í fjárfestingarflokki. Voru það því afar jákvæð tíðindi þegar það breytti horfum um einkunnirnar nokkrum dögum eftir að lokið var við aðra endurskoðun úr neikvæðum í stöðugar, enda minnka líkurnar þá á því að þær detta niður í spákaupmennskuflokk. Ekkert hefur heyrst frá hinum matsfyrirtækjunum, þ.e. S&P, Fitch og R&I, á þessum tíma. Í raun hefur ekkert heyrst frá matsfyrirtækinu Fitch frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í byrjun janúar. Auk þess hafa einkunnir ríkissjóðs verið á neikvæðum horfum hjá fyrirtækinu allt frá þeim tíma. Ekkert hefur heyrst í S&P frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt í lok mars og eru þær jafnframt enn á neikvæðum horfum í bókum fyrirtækisins. Í Morgunkornunu segir ennfremur að það sé því ljóst samkvæmt framangreindu að ekki hefur mikil breyting átt sér stað á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs eða horfum um þær í bókum fyrirtækjanna frá því önnur endurskoðun var í höfn. Af umfjöllun matsfyrirtækjanna má jafnframt ráða að þau hafi einna helst áhyggjur af því hvernig stjórnvöldum tekst til við að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem hér var komið á síðla árs 2008, og síðast en ekki síst lausn Icesave-deilunnar. Þó hefur margt jákvætt áunnist hér að undanförnu sem matsfyrirtækin taka tillit til. Má hér benda á samkomulag Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg um kaup útistandandi skuldabréfa Avens B.V. sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þetta samkomulag er m.a. mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta hér á landi enda lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um 3,5% og minnkaði krónueign erlendra aðila um fjórðung. Jafnframt hefur gengi krónunnar heldur styrkst að undanförnu og það án inngripa Seðlabankans í gjaldeyrismarkað frá því í nóvember. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur líklegt að tónninn hjá matsfyrirtækjunum í garð Íslands á næstunni verði frekar jákvæðari en áður. Telur greiningin ólíklegt að lánshæfismat ríkissjóðs versni, nema verulegt bakslag verði í þróun gjaldeyrismála hér á landi og lausn Icesave deilunnar dragist enn á langinn. Þeta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar en í formála skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, er bent á að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) hafi eytt óvissu um getu Íslands til að ráða við þungar afborganir af erlendum lánum næstu tvö árin. Þar segir enn frekar að þetta hafi haft þau áhrif að horfur um lánshæfismat hafi batnað. Þó hefur einungis eitt lánshæfismatsfyrirtæki af þeim fjórum sem meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands breytt horfum sínum í jákvæða átt frá því önnur endurskoðun var í höfn, en það er fyrirtækið Moody´s. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Moody´s fyrir innlendar og erlendar langtímaskuldbindingar eru Baa3 sem er lægsta einkunn í fjárfestingarflokki. Voru það því afar jákvæð tíðindi þegar það breytti horfum um einkunnirnar nokkrum dögum eftir að lokið var við aðra endurskoðun úr neikvæðum í stöðugar, enda minnka líkurnar þá á því að þær detta niður í spákaupmennskuflokk. Ekkert hefur heyrst frá hinum matsfyrirtækjunum, þ.e. S&P, Fitch og R&I, á þessum tíma. Í raun hefur ekkert heyrst frá matsfyrirtækinu Fitch frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í byrjun janúar. Auk þess hafa einkunnir ríkissjóðs verið á neikvæðum horfum hjá fyrirtækinu allt frá þeim tíma. Ekkert hefur heyrst í S&P frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt í lok mars og eru þær jafnframt enn á neikvæðum horfum í bókum fyrirtækisins. Í Morgunkornunu segir ennfremur að það sé því ljóst samkvæmt framangreindu að ekki hefur mikil breyting átt sér stað á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs eða horfum um þær í bókum fyrirtækjanna frá því önnur endurskoðun var í höfn. Af umfjöllun matsfyrirtækjanna má jafnframt ráða að þau hafi einna helst áhyggjur af því hvernig stjórnvöldum tekst til við að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem hér var komið á síðla árs 2008, og síðast en ekki síst lausn Icesave-deilunnar. Þó hefur margt jákvætt áunnist hér að undanförnu sem matsfyrirtækin taka tillit til. Má hér benda á samkomulag Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg um kaup útistandandi skuldabréfa Avens B.V. sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þetta samkomulag er m.a. mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta hér á landi enda lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um 3,5% og minnkaði krónueign erlendra aðila um fjórðung. Jafnframt hefur gengi krónunnar heldur styrkst að undanförnu og það án inngripa Seðlabankans í gjaldeyrismarkað frá því í nóvember.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira