Viðskipti innlent

Atvinnuleysisbætur innan við tveir milljarðar fyrir maí

Þann 1. júni greiddi Vinnumálastofnun rúmlega 1,9 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. apríl til 19. maí. Greitt var til 15.700 einstaklinga.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að heildarupphæð atvinnuleysistrygginga fyrir apríl 2010 nam 2.048 milljónir kr. og var þá greitt til 16.144 einstaklinga. Heildargreiðslur vegna mars námu 2.018 milljónir kr. og var greitt til 16.726 einstaklinga.

Samkvæmt þessu hefur nokkuð dregið úr atvinnuleysinu í maí eins og iðulega gerist á þessum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×