Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 16,8 milljarða í maí

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir maí 2010 var útflutningur 52,4 milljarðar króna og innflutningur 35,6 milljarðar króna.

Vöruskiptin í maí voru því hagstæð um 16,8 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Þetta munu vera hagstæðustu vöruskiptin í einum mánuði frá árinu 1988 eða svo langt sem tölur eru til um þau.

Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður í maí hagstæður um rúma 7,4 milljarða kr.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×