Viðskipti innlent

Áhætta fylgir markaðsskráningu

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir langflest fyrirtæki sem fengið hafa fjárhagslega endurskipulagningu þurfa tíma til þess að laga reksturinn að ógreiddum skuldum.
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir langflest fyrirtæki sem fengið hafa fjárhagslega endurskipulagningu þurfa tíma til þess að laga reksturinn að ógreiddum skuldum.
Viðskipti Mikill ábyrgðarhlutur er að setja fyrirtæki í almenna sölu á hlutabréfamarkaði og bjóða þannig öðrum en fagfjárfestum að kaupa vegna áhættunnar sem fylgir slíkum kaupum, segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar hefur lýst efasemdum um að byrja eigi á að selja fagfjárfestum, sem síðar skrái fyrirtækin á markað. Birna segir hins vegar langflest fyrirtæki sem fengið hafa fjárhagslega endurskipulagningu þurfa tíma til þess að laga reksturinn að skuldum sem enn sitja í þeim.

„Auk þess eru margir óvissuþættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja í dag. Ég held því að í flestum tilvikum sé betra að selja slík félög í opnu ferli til fagfjárfesta sem framkvæmt hafa áreiðanleikakönnun áður en hann ræðst út í fjárfestinguna," segir hún. Þeir geti svo undirbúið fyrirtækin fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Ella þyrftu bankarnir að eiga fyrirtækin lengur til þess að gera þau hæf til sölu á almennum hlutabréfamarkaði.

Í dag segir Birna banka einmitt gagnrýnda fyrir að halda of lengi á slíkum eignarhlutum. „En auðvitað eru til fyrirtæki í eigu bankanna sem geta farið beint á markað. Það er mikilvægt þar sem uppbygging hlutabréfamarkaðar er mikilvæg forsenda endurreisnarinnar," bætir hún við. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×