Viðskipti innlent

Landsbankinn uppfyllir kröfur FME

Engin stór áhættuskuldbinding Landsbankans er umfram 25% af eiginfjárgrunni bankans.
Engin stór áhættuskuldbinding Landsbankans er umfram 25% af eiginfjárgrunni bankans. Mynd/Pjetur

Landsbankinn vill árétta vegna þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær, og sagt hefur verið frá í fréttum, að bankinn uppfyllir allar kröfur FME um stórar áhættuskuldbindingar, segir í yfirlýsingu.

Fyrir FME hafa legið tveir endurskoðaðir reikningar bankans þar sem þetta kemur glöggt fram, enda hafa bankanum engar athugasemdir borist frá eftirlitinu vegna þessa.

Engin stór áhættuskuldbinding Landsbankans er umfram 25% af eiginfjárgrunni og samtala stórra áhættuskuldbindinga er 28%. Samkvæmt 3. gr. reglna FME nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, er leyfilegt hámark 800%, segir í yfirlýsingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×