Viðskipti innlent

Mánabergið komið úr 165 milljóna karfatúr

Mánabergið á miðunum. Myndin er á heimasíðu Ramma hf.
Mánabergið á miðunum. Myndin er á heimasíðu Ramma hf.
Mánaberg ÓF 42 er nú að koma til hafnar eftir úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg. Veiðiferðin sem hófst 13. maí gekk vel og heildarafli var ca. 650 tonn og aflaverðmæti ca. 165 milljónir króna. Skipið kom inn til millilöndunar 27. maí.

Fjallað er um málið á vefsíðu Ramma hf. sem gerir togarann út. Þar segir að sögn Sigþórs Kjartanssonar skipstjóra að veiðin var fyrri hluta túrsins rétt utan við 200 mílna landhelgina en seinni hlutann var veiðin nánast á landhelgislínunni og rétt innan við hana.

Karfinn sem skipið fékk var góður og blíðuveður var fyrri part veiðiferðar en kaldaskítur undir lokin. Eftir sjómannadag er stefnan svo aftur sett á Reykjaneshrygginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×