Grænlendingar undir þrýstingi um að hætta við olíuleit 3. júní 2010 07:29 Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira