Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 27 milljarða

Rúmlega 31 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd.
Rúmlega 31 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd.

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 27 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 1 milljarð afgang á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabankanum.

Viðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, segir á vef Seðlabankans.

Rúmlega 31 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum við útlönd en tæplega 4 milljarða króna halli var á þjónustuviðskiptum.

Til þáttatekna teljast vinnulaun og tekjur af fjárfestingum milli landa, segir á vef Seðlabankans.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.471 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungsins 2010 en skuldir voru 14.365 milljarða króna.

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 1.946 milljarða króna og skuldir 3.028 milljarðar króna.

Enn eru takmarkaðar upplýsingar um erlendar eignir og skuldir banka í slitameðferð. Þær eru því framreiknaðar eins og þær stóðu við þrot þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×