Viðskipti innlent

Velta á gjaldeyrismarkaði 3 milljarðar í maí

Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri nam rúmum 3 milljörðum kr. í maí. Er þetta sexfalt meiri velta en var í apríl þegar hún nam rétt rúmum 500 milljónum kr.

Upplýsingarnar er að finna í hagtölum Seðlabankans. Samkvæmt þeim hefur veltan á millibankamarkaði ekki verið meiri síðan í nóvember í fyrra.

Til samanbirðar má nefna að samkvæmt ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í gærdag nam veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri um 4 milljörðum kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×