Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri: Stutt í botninn

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mynd/Sigurjón
Líklega er stutt í að botninum í efnahagsumsvifum sé náð, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í formála ritsins Fjármálastöðugleiki sem birtar var í dag á vef Seðlabankans.

„Verðbólga hefur minnkað og horfur um áframhaldandi hjöðnun hennar eru góðar," segir hann.

Már segir þó að efnahagsbatinn hafi tafist og „forsendur varanlegs hagvaxtar séu um sumt enn ótraustar."

Verðbólga er enn langt fyrir ofan markmið þótt horfur á að það náist á næstu misserum hafi batnað.

Varðandi framhaldið þá segir hann að næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta bíður þriðju endurskoðunar áætlunarinnar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mikið verk sé framundan við að nýta þann árangur sem hingað til hefur náðst við að draga úr erlendri endurfjármögnunaráhættu þjóðarbúsins til að opna á ný aðgang hins opinbera og íslenskra fyrirtækja að erlendum fjármagnsmörkuðum á viðunandi kjörum.

„Endurskipulagning á fjárhag heimila og fyrirtækja hefur dregist en hún mun hafa umtalsverð áhrif á hvernig til tekst með endurreisn þjóðarbúskaparins. Fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóða er

einnig ólokið, þótt góðar vonir séu um að stutt sé í land. Þá er enn eftir að taka á mörgum þeim ágöllum sem voru á regluverki og eftirliti í aðdraganda hrunsins," segir hann.

Þetta á einkum við varðandi greiningu á og viðbrögð við kerfisáhættu og stofnanalega umgjörð og skipulag þeirrar starfsemi. Í því felst ekki nein gagnrýni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×