Skoða lögmæti fjármögnunar ríkisbankanna 4. júní 2010 06:00 Forseti ESA segir að stofnunin hafi nú endurfjármögnun bankanna til skoðunar. Teljist hún ríkisaðstoð hefðu íslensk stjórnvöld þurft að sækja um leyfi fyrir henni, áður en af henni varð. fréttablaðið/valli Verið er að kanna hvort endurfjármögnun bankanna síðasta sumar stangist á við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og flokkist sem ólöglegur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlitstofnun EFTA) er nú með málið til skoðunar. Per Sanderud, forseti ESA, hefur fundað með ráðherrum undanfarna daga hér á landi. Þar hefur þetta mál borið á góma og Sanderud tekur fram að það sé allsendis óvíst hvort svo sé háttað. Svo geti farið að stuðningurinn falli undir reglur EES. „Endurfjármögnun bankanna gæti fallið undir reglur um stuðning ríkisins, en það hefur ekki verið ákvarðað enn. Ef svo er hefði átt að sækja um leyfi til okkar og við að úrskurða hvort þetta væri löglegt. En það er ekki enn komið að því. Stjórnvöld hafa tekið saman útskýringar á því hvernig þessu var háttað og hvaða skilyrðum endurfjármögnunin var háð. Þetta er mikið af upplýsingum sem við förum núna yfir." Verði endurfjármögnunin metin sem ríkisstuðningur þarf að meta hvort hún sé engu að síður eftir þeim reglum sem hann fellur undir. Sé hún metin ólögleg fer fram rannsókn á ferlinu sem getur endað á því að gjörðin gengur til baka og leysa þarf málefni bankanna upp á nýtt, eftir settum reglum. Sanderud segir óljóst hvenær málin skýrist. Það velti á gæðum þeirra gagna sem stjórnvöld hafa tekið saman um málið. Mjög mikilvægt sé að ESA fái þær upplýsingar sem á þarf að halda. Það versta sem komið geti úr þessu sé að endurheimta þurfi féð. Sanderud hefur hitt nokkra ráðherra sem véla um þau málefni sem tengjast EES. Þá hefur starfsfólk ESA fundað með starfsfólki fjölda ráðuneyta. Málefni Icesave hafa einnig borið á góma í viðræðunum, en ESA sendi íslenskum stjórnvöldum nýverið bréf þar sem það álit stofnunarinnar kom fram að Íslendingar yrðu að standa undir lágmarkstryggingu, 20.887 evrum, á Icesave-reikningunum. Að öðrum kosti færi málið fyrir dómstól EFTA. Sanderud segir málið aðeins lauslega hafa verið rætt, álit ESA sé skýrt og nú sé svars íslenskra stjórnvalda beðið. Þau hafa tvo mánuði til viðbragða. „Ef þeir þurfa lengri frest tökum við það til athugunar, en nú erum við að bíða viðbragða íslenskra stjórnvalda við þessu bráðabirgðaáliti okkar."kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Verið er að kanna hvort endurfjármögnun bankanna síðasta sumar stangist á við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og flokkist sem ólöglegur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlitstofnun EFTA) er nú með málið til skoðunar. Per Sanderud, forseti ESA, hefur fundað með ráðherrum undanfarna daga hér á landi. Þar hefur þetta mál borið á góma og Sanderud tekur fram að það sé allsendis óvíst hvort svo sé háttað. Svo geti farið að stuðningurinn falli undir reglur EES. „Endurfjármögnun bankanna gæti fallið undir reglur um stuðning ríkisins, en það hefur ekki verið ákvarðað enn. Ef svo er hefði átt að sækja um leyfi til okkar og við að úrskurða hvort þetta væri löglegt. En það er ekki enn komið að því. Stjórnvöld hafa tekið saman útskýringar á því hvernig þessu var háttað og hvaða skilyrðum endurfjármögnunin var háð. Þetta er mikið af upplýsingum sem við förum núna yfir." Verði endurfjármögnunin metin sem ríkisstuðningur þarf að meta hvort hún sé engu að síður eftir þeim reglum sem hann fellur undir. Sé hún metin ólögleg fer fram rannsókn á ferlinu sem getur endað á því að gjörðin gengur til baka og leysa þarf málefni bankanna upp á nýtt, eftir settum reglum. Sanderud segir óljóst hvenær málin skýrist. Það velti á gæðum þeirra gagna sem stjórnvöld hafa tekið saman um málið. Mjög mikilvægt sé að ESA fái þær upplýsingar sem á þarf að halda. Það versta sem komið geti úr þessu sé að endurheimta þurfi féð. Sanderud hefur hitt nokkra ráðherra sem véla um þau málefni sem tengjast EES. Þá hefur starfsfólk ESA fundað með starfsfólki fjölda ráðuneyta. Málefni Icesave hafa einnig borið á góma í viðræðunum, en ESA sendi íslenskum stjórnvöldum nýverið bréf þar sem það álit stofnunarinnar kom fram að Íslendingar yrðu að standa undir lágmarkstryggingu, 20.887 evrum, á Icesave-reikningunum. Að öðrum kosti færi málið fyrir dómstól EFTA. Sanderud segir málið aðeins lauslega hafa verið rætt, álit ESA sé skýrt og nú sé svars íslenskra stjórnvalda beðið. Þau hafa tvo mánuði til viðbragða. „Ef þeir þurfa lengri frest tökum við það til athugunar, en nú erum við að bíða viðbragða íslenskra stjórnvalda við þessu bráðabirgðaáliti okkar."kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent