Skoða lögmæti fjármögnunar ríkisbankanna 4. júní 2010 06:00 Forseti ESA segir að stofnunin hafi nú endurfjármögnun bankanna til skoðunar. Teljist hún ríkisaðstoð hefðu íslensk stjórnvöld þurft að sækja um leyfi fyrir henni, áður en af henni varð. fréttablaðið/valli Verið er að kanna hvort endurfjármögnun bankanna síðasta sumar stangist á við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og flokkist sem ólöglegur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlitstofnun EFTA) er nú með málið til skoðunar. Per Sanderud, forseti ESA, hefur fundað með ráðherrum undanfarna daga hér á landi. Þar hefur þetta mál borið á góma og Sanderud tekur fram að það sé allsendis óvíst hvort svo sé háttað. Svo geti farið að stuðningurinn falli undir reglur EES. „Endurfjármögnun bankanna gæti fallið undir reglur um stuðning ríkisins, en það hefur ekki verið ákvarðað enn. Ef svo er hefði átt að sækja um leyfi til okkar og við að úrskurða hvort þetta væri löglegt. En það er ekki enn komið að því. Stjórnvöld hafa tekið saman útskýringar á því hvernig þessu var háttað og hvaða skilyrðum endurfjármögnunin var háð. Þetta er mikið af upplýsingum sem við förum núna yfir." Verði endurfjármögnunin metin sem ríkisstuðningur þarf að meta hvort hún sé engu að síður eftir þeim reglum sem hann fellur undir. Sé hún metin ólögleg fer fram rannsókn á ferlinu sem getur endað á því að gjörðin gengur til baka og leysa þarf málefni bankanna upp á nýtt, eftir settum reglum. Sanderud segir óljóst hvenær málin skýrist. Það velti á gæðum þeirra gagna sem stjórnvöld hafa tekið saman um málið. Mjög mikilvægt sé að ESA fái þær upplýsingar sem á þarf að halda. Það versta sem komið geti úr þessu sé að endurheimta þurfi féð. Sanderud hefur hitt nokkra ráðherra sem véla um þau málefni sem tengjast EES. Þá hefur starfsfólk ESA fundað með starfsfólki fjölda ráðuneyta. Málefni Icesave hafa einnig borið á góma í viðræðunum, en ESA sendi íslenskum stjórnvöldum nýverið bréf þar sem það álit stofnunarinnar kom fram að Íslendingar yrðu að standa undir lágmarkstryggingu, 20.887 evrum, á Icesave-reikningunum. Að öðrum kosti færi málið fyrir dómstól EFTA. Sanderud segir málið aðeins lauslega hafa verið rætt, álit ESA sé skýrt og nú sé svars íslenskra stjórnvalda beðið. Þau hafa tvo mánuði til viðbragða. „Ef þeir þurfa lengri frest tökum við það til athugunar, en nú erum við að bíða viðbragða íslenskra stjórnvalda við þessu bráðabirgðaáliti okkar."kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verið er að kanna hvort endurfjármögnun bankanna síðasta sumar stangist á við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) og flokkist sem ólöglegur ríkisstuðningur. ESA (Eftirlitstofnun EFTA) er nú með málið til skoðunar. Per Sanderud, forseti ESA, hefur fundað með ráðherrum undanfarna daga hér á landi. Þar hefur þetta mál borið á góma og Sanderud tekur fram að það sé allsendis óvíst hvort svo sé háttað. Svo geti farið að stuðningurinn falli undir reglur EES. „Endurfjármögnun bankanna gæti fallið undir reglur um stuðning ríkisins, en það hefur ekki verið ákvarðað enn. Ef svo er hefði átt að sækja um leyfi til okkar og við að úrskurða hvort þetta væri löglegt. En það er ekki enn komið að því. Stjórnvöld hafa tekið saman útskýringar á því hvernig þessu var háttað og hvaða skilyrðum endurfjármögnunin var háð. Þetta er mikið af upplýsingum sem við förum núna yfir." Verði endurfjármögnunin metin sem ríkisstuðningur þarf að meta hvort hún sé engu að síður eftir þeim reglum sem hann fellur undir. Sé hún metin ólögleg fer fram rannsókn á ferlinu sem getur endað á því að gjörðin gengur til baka og leysa þarf málefni bankanna upp á nýtt, eftir settum reglum. Sanderud segir óljóst hvenær málin skýrist. Það velti á gæðum þeirra gagna sem stjórnvöld hafa tekið saman um málið. Mjög mikilvægt sé að ESA fái þær upplýsingar sem á þarf að halda. Það versta sem komið geti úr þessu sé að endurheimta þurfi féð. Sanderud hefur hitt nokkra ráðherra sem véla um þau málefni sem tengjast EES. Þá hefur starfsfólk ESA fundað með starfsfólki fjölda ráðuneyta. Málefni Icesave hafa einnig borið á góma í viðræðunum, en ESA sendi íslenskum stjórnvöldum nýverið bréf þar sem það álit stofnunarinnar kom fram að Íslendingar yrðu að standa undir lágmarkstryggingu, 20.887 evrum, á Icesave-reikningunum. Að öðrum kosti færi málið fyrir dómstól EFTA. Sanderud segir málið aðeins lauslega hafa verið rætt, álit ESA sé skýrt og nú sé svars íslenskra stjórnvalda beðið. Þau hafa tvo mánuði til viðbragða. „Ef þeir þurfa lengri frest tökum við það til athugunar, en nú erum við að bíða viðbragða íslenskra stjórnvalda við þessu bráðabirgðaáliti okkar."kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira