Viðskipti innlent

Auður reisir skjaldborg um kröfuhafa

Fasteignaverkefni eru flest allt byggingarframkvæmdir á ýmsum stigum, atvinnuhúsnæði og lóðir.
Fasteignaverkefni eru flest allt byggingarframkvæmdir á ýmsum stigum, atvinnuhúsnæði og lóðir.
Auður Capital hefur stofnað nokkur fyrirtæki sem bera nöfnin Skjaldborg kröfuhafafélag og svo númer hvað það er; 1, 2, 3 og þar fram eftir götunum. Margir hugsa ef til vill í kjölfarið til skjaldborgarinnar margumtöluðu um heimilin, sem þetta er jú ekki.

Friðjón Sigurðarson, sérfræðingur í fasteignaráðgjöf Auðar Capital, segir í samtali við Vísi.is að hugmyndin að nafngiftinni sé ekki háð. Skjaldborg þýði jú virki, sem sé verið reisa fyrir fyrrverandi viðskiptavini VBS sem áttu fasteignaveðskuldabréf tengdum fasteignaverkefnum sem síðar urðu gjaldþrota.

"Með þessu erum við að ná samstöðu meðal kröfuhafa svo að þeir geti staðið saman í að takmarka tjón sitt," segir hann og nefnir að margir kröfuhafarnir eigi litla hluti í skuldabréfaútgáfu tengdum stórum fasteignaverkefnum, sem mörg hver hafi farið á nauðungaruppboð og þeir hafi því ekki tök á að verja kröfur sínar.

Kröfuhafar eru um 200 og eru einstaklingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir ásamt fleirum sem voru í viðskiptum við VBS. VBS lánaði til þessara verkefna og seldi síðan viðskiptavinum sínum lánin.

Þessi fasteignaverkefni eru flest allt byggingarframkvæmdir á ýmsum stigum, atvinnuhúsnæði og lóðir.

Þegar VBS fór í slitameðferð í apríl tók Auður Capital yfir rekstur eignastýringar VBS. Þess vegna vinnur Auður Capital að þessum málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×