Viðskipti innlent

FME og sérstakur saksóknari berjast um starfsfólk

Gunnar Þ. Andersen.
Gunnar Þ. Andersen.

Forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, sagðist aðspurður í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun, að hann væri ekki viss hvort það væru til nógu margir sérfræðingar til þess að ráða í þær tólf stöður sem FME auglýsir í þessa daganna.

„Þetta er góð spurning. Ég er ekki alveg viss um það, þetta mun taka tíma," svaraði Gunnar þegar hann var spurður hvort það væru úr nægum starfskröftum að velja í ljósi þess að sérstakur saksóknari stórefla sitt embætti. Þar stendur til að fjölga um 40 starfsmenn eða helming. Því er um talsverða samkeppni um starfsfólk að ræða.

FME tilkynnti á dögunum að þeir myndu ráða tólf rannsakendur í vinnu auk þeirra fimm sem þegar starfa hjá embættinu. Þegar ráðningum nýrra starfsmanna verður lokið, sem stefnt er að fyrir árslok 2010, er gert ráð fyrir að starfsmenn FME verði um 100 en þeir voru um 65 í október 2008.

Embættið hefur þegar vísað 33 málum til sérstaks saksóknara en að sögn Gunnars er um að ræða ætlaða markaðsmisnotkun, innherjasvik, skýrslugjöf og slæma viðskiptahætti.

Að sögn Gunnar verða um 20 starfsmenn eingöngu í því að rannsaka mál tengd hruninu en áætlað er að rannsókn ljúki 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×