Skel Investments keypti 49% hlutinn í Skeljungi 4. júní 2010 09:20 "Það er ætlun okkar allra að styrkja félagið enn frekar og efla í samkeppni þannig að viðskiptavinir okkar njóti góðs af," segir Svana Nanna Vigfúsdóttir, hluthafi í Skel Investments ehf. Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur selt 49% hlut sinn í Skeljungi og tengdum félögum, en félögin voru sett í opið söluferli 24. nóvember sl. Kaupandi er Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, en hún er hluthafi í Skel Investments ehf. sem er eigandi 51% hlutar í félögunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.Í tilkynningu segir að söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, auk þess sem skilyrði var sett um verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu. Samtals skiluðu tuttugu aðilar inn trúnaðaryfirlýsingum og fengu afhent kynningargögn um félögin.Þrjú skuldbindandi tilboð bárust í félagið með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Tilboð voru opnuð þann 7. apríl sl. í viðurvist óháðs eftirlitsaðila sem vottaði efnisinnihald þeirra.Með sölunni lýkur endurskipulagningu Skeljungs sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið og vænta meirihlutaeigendur félagsins og Íslandsbanki áframhaldandi góðs samstarfs. Mikið starf hefur verið unnið innan Skeljungs á undanförnum misserum sem miðar að því að styrkja reksturinn. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu fyrir Miðengi ehf.,,Ég er ánægð með þessa niðurstöðu. Eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki var Skeljungur orðið yfirskuldsett félag og endurskipulagning með aðkomu banka þörf. Í samstarfi við Íslandsbanka, hafa eigendur og stjórn félagsins lokið mikilvægum áfanga í enduruppbyggingu félagsins. Áframhaldandi uppbyggingarstarf hvílir á herðum starfsfólks Skeljungs, sem hefur sýnt mikla þolinmæði, traust og dugnað á erfiðum tímum. Það er ætlun okkar allra að styrkja félagið enn frekar og efla í samkeppni þannig að viðskiptavinir okkar njóti góðs af," segir Svana Nanna Vigfúsdóttir, hluthafi í Skel Investments ehf.,,Þessi sala er í takt við það markmið Miðengis og Íslandsbanka að selja þær eignir sem færðar eru inn í eignarhaldsfélagið í opnu og gagnsæu ferli. Íslandsbanki og Miðengi hafa verið í fararbroddi í þeim efnum á undanförnum 20 mánuðum og við ætlum að halda áfram á þeirri braut,"segir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis ehf.Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur selt 49% hlut sinn í Skeljungi og tengdum félögum, en félögin voru sett í opið söluferli 24. nóvember sl. Kaupandi er Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, en hún er hluthafi í Skel Investments ehf. sem er eigandi 51% hlutar í félögunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.Í tilkynningu segir að söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, auk þess sem skilyrði var sett um verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu. Samtals skiluðu tuttugu aðilar inn trúnaðaryfirlýsingum og fengu afhent kynningargögn um félögin.Þrjú skuldbindandi tilboð bárust í félagið með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Tilboð voru opnuð þann 7. apríl sl. í viðurvist óháðs eftirlitsaðila sem vottaði efnisinnihald þeirra.Með sölunni lýkur endurskipulagningu Skeljungs sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið og vænta meirihlutaeigendur félagsins og Íslandsbanki áframhaldandi góðs samstarfs. Mikið starf hefur verið unnið innan Skeljungs á undanförnum misserum sem miðar að því að styrkja reksturinn. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu fyrir Miðengi ehf.,,Ég er ánægð með þessa niðurstöðu. Eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki var Skeljungur orðið yfirskuldsett félag og endurskipulagning með aðkomu banka þörf. Í samstarfi við Íslandsbanka, hafa eigendur og stjórn félagsins lokið mikilvægum áfanga í enduruppbyggingu félagsins. Áframhaldandi uppbyggingarstarf hvílir á herðum starfsfólks Skeljungs, sem hefur sýnt mikla þolinmæði, traust og dugnað á erfiðum tímum. Það er ætlun okkar allra að styrkja félagið enn frekar og efla í samkeppni þannig að viðskiptavinir okkar njóti góðs af," segir Svana Nanna Vigfúsdóttir, hluthafi í Skel Investments ehf.,,Þessi sala er í takt við það markmið Miðengis og Íslandsbanka að selja þær eignir sem færðar eru inn í eignarhaldsfélagið í opnu og gagnsæu ferli. Íslandsbanki og Miðengi hafa verið í fararbroddi í þeim efnum á undanförnum 20 mánuðum og við ætlum að halda áfram á þeirri braut,"segir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis ehf.Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira