Fleiri fréttir

Nýr forstjóri ráðinn hjá Astraeus

Stjórn Astraeus Limited, sem er alfarið í eigu Northern Travel Holding hf, hefur ráðið nýjan forstjóra fyrir Astraeus Limited, sem þegar hefur hafið störf; eftir að fyrrverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu í lok desember sl, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri heitir Mario Fulgoni og hefur starfað sem framkvæmdastjóri yfir flugrekstarsviði Astraeus frá júlí 2007.

Exista fellur um rúm fimm prósent

Gengi bréfa í Existu og SPRON hélt áfram að falla eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mesta fallið er hjá Existu, sem hefur farið niður um rúm fimm prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur því fallið um 16,5 prósent frá áramótum og um 59 prósent frá hæsta gildi í júlí.

Vísbendingar um tvöföldun á olíuverði á árinu

Í olíuviðskiptum þessa dagana eru vísbendingar um að olíuverð muni tvöfaldast á árinu. Þetta skrifar vefsíðan Bloomberg í dag og nefnir sem rökstuðing að fyrirframkaup á olíu en viðskipti með olíutunnuna í 200 dollurum í lok ársins hafa tífaldast á undanförnum tveimur mánuðum.

Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan.

Hreyfing í málum Northern Rock

Fjárfestingabankinn Goldman Sachs er nálægt því að ljúka við 15 milljarða punda fjármögnunarpakka fyrir áhugasaman yftirtökuaðila í Northern Rock.

Óttast hugsanlega efnahagskreppu

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi.

Gengi Existu fellur um 12 prósent á tveimur dögum

Hlutabréf í flestum félögum í Kauphöllinni héldu áfram að lækka í dag, annan viðskiptadaginn á árinu, og stendur Úrvalsvísitalan nú í 5943 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í um eitt og hálft ár. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæp sex prósent það sem af er ári.

Vill læknadeild í HR

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, vill opna læknadeild við Háskólann í Reykjavík. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Róbert lét einn milljarð króna renna í sjóð til Háskólans í Reykjavík á síðasta ári.

Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum

Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra.

SPRON og Exista enn á niðurleið

Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent.

Fall í Japan á fyrsta degi

Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum.

Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum

Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember.

Stefanía til liðs við Keili

Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarliðssvæðinu.

Exista og SPRON falla enn á ný

Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi.

Alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á Capinordic

Forstöðumaður upplýsingasviðs fasteignafélagsins Landic Property segir það alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á fjárfestingu í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Þvert á móti hafi félagið hagnast verulega á bréfunum í félaginu.

Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni

Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins.

Spá lægri verðbólgu í janúar

Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent.

ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt

ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf.

Róleg byrjun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs.

OMX opnar markað með réttindi tengd hlutabréfum

OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) opnar í dag 3. janúar, nýjan undirmarkað fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum. Með þessari nýju þjónustu verður mögulegt að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi.

Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára.

Þynnka í upphafi ársins

Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum.

Ekki ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ekki sé ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa nú eftir áramótin. Í þessum mánuði koma krónubréf að upphæð um 200 milljarða króna á gjalddaga. Um er að ræða stærsta gjalddaga þeirra frá upphafi.

Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan

Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört.

Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai

Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum.

Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic

Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Borsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic properties, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Borsen segir að salan á síðustu hlutunum í Capinordic kostaði Landic um milljarð íslenskra króna.

Smásalar í Bretlandi verða í vandræðum á árinu

Ritstjóri viðskiptahluta breska dagblaðsins the Daily Telegraph sér fram á erfiða tíma fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði á Bretlandseyjum, en þar er Baugur Group á meðal þeirra fyrirferðamestu. Í blaðinu í gær fer Damian Reece yfir það sem hann telur að muni valda mestum titringi í viðskiptaheiminum á komandi ári. Efst á blaði eru vandræði húsnæðislánabankans Northern Rock sem hann segir að muni halda áfram langt fram á nýja árið. En næst nefnir hann smásöluna á Bretlandseyjum og að í þeim geira verði fyrstu þrír mánuðir ársins mönnum afar erfiðir.

Sjá næstu 50 fréttir