Fleiri fréttir Nýr forstjóri ráðinn hjá Astraeus Stjórn Astraeus Limited, sem er alfarið í eigu Northern Travel Holding hf, hefur ráðið nýjan forstjóra fyrir Astraeus Limited, sem þegar hefur hafið störf; eftir að fyrrverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu í lok desember sl, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri heitir Mario Fulgoni og hefur starfað sem framkvæmdastjóri yfir flugrekstarsviði Astraeus frá júlí 2007. 7.1.2008 15:38 Stærstu fyrirtækjakaup Nordic Partners til þessa Fjárfestingarfélagið Nordic Partners ehf. hefur undirritað samninga um kaup á matvælafyrirtækinu Hamé a.s. sem eru stærstu einstöku fyrirtækjakaup Nordic Partners til þessa. 7.1.2008 10:37 Exista fellur um rúm fimm prósent Gengi bréfa í Existu og SPRON hélt áfram að falla eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mesta fallið er hjá Existu, sem hefur farið niður um rúm fimm prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur því fallið um 16,5 prósent frá áramótum og um 59 prósent frá hæsta gildi í júlí. 7.1.2008 10:24 Vísbendingar um tvöföldun á olíuverði á árinu Í olíuviðskiptum þessa dagana eru vísbendingar um að olíuverð muni tvöfaldast á árinu. Þetta skrifar vefsíðan Bloomberg í dag og nefnir sem rökstuðing að fyrirframkaup á olíu en viðskipti með olíutunnuna í 200 dollurum í lok ársins hafa tífaldast á undanförnum tveimur mánuðum. 7.1.2008 10:13 Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. 7.1.2008 09:20 Royal Unibrew heldur áfram að draga saman seglin Ölgerðin Royal Unibrew hefur lokað Ceres-brugghúsinu í Árósum og setur þar með endapúnktinn á 152 ára sögu Ceres í borginni. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew. 7.1.2008 09:07 Hreyfing í málum Northern Rock Fjárfestingabankinn Goldman Sachs er nálægt því að ljúka við 15 milljarða punda fjármögnunarpakka fyrir áhugasaman yftirtökuaðila í Northern Rock. 6.1.2008 11:53 Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. 4.1.2008 21:28 Gengi Existu fellur um 12 prósent á tveimur dögum Hlutabréf í flestum félögum í Kauphöllinni héldu áfram að lækka í dag, annan viðskiptadaginn á árinu, og stendur Úrvalsvísitalan nú í 5943 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í um eitt og hálft ár. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæp sex prósent það sem af er ári. 4.1.2008 16:58 Skipti meðal þriggja bjóðenda í slóvenska símann Skipti hf., móðurfélag Símans, gerði í dag tilboð í slóvenska fjarskiptafélagið Telekom Slovenije. 4.1.2008 15:49 Vill læknadeild í HR Róbert Wessman, forstjóri Actavis, vill opna læknadeild við Háskólann í Reykjavík. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Róbert lét einn milljarð króna renna í sjóð til Háskólans í Reykjavík á síðasta ári. 4.1.2008 14:41 Rabobank gefur út 30 milljarða kr. krónubréf Í morgun tilkynnti hollenski bankinn Rabobank um útgáfu krónubréfs að nafnvirði 30 milljarða kr. Bréfið er til 1 árs og ber 14% vexti. 4.1.2008 12:10 Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. 4.1.2008 11:06 Glitnir spáir því að verulega hægi á fasteignamarkaðinum Greining Glitnis reiknar með að verulega hægi á fasteignamarkaðinum á þessu ári. Ástæður þessa felast helst í háum vöxtum og erfiðari fjármögnun sem veikir kaupgetu sér í lagi nýrra kaupenda á markaðinum. 4.1.2008 10:26 SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. 4.1.2008 10:23 Dong finnur meira af olíu og gasi í Norðursjó Danska ríkisolíufélagið Dong hefur fundið meira af olíu og gasi í Norðursjó og samkvæmt fyrstu fregnum getur verið um verulegt magn að ræða. 4.1.2008 09:42 Royal Unibrew kaupir ölgerð í Lettlandi Danska brugghúsið Royal Unibrew hefur fest kaup á Livu Alus sem er þriðja stærsta ölgerð Lettlands. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew. 4.1.2008 09:35 Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. 4.1.2008 09:22 Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember. 3.1.2008 20:25 Stefanía til liðs við Keili Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarliðssvæðinu. 3.1.2008 17:01 Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. 3.1.2008 16:32 Alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á Capinordic Forstöðumaður upplýsingasviðs fasteignafélagsins Landic Property segir það alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á fjárfestingu í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Þvert á móti hafi félagið hagnast verulega á bréfunum í félaginu. 3.1.2008 14:43 Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins. 3.1.2008 14:02 Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. 3.1.2008 12:17 Lykilstarfsmenn Glitnis högnuðust um 270 milljónir á kaupréttindum Lykilstarfsmenn hjá Glitni hafa hagnast um rúmlega 270 milljónir kr. í gegnum kaupréttarsamninga sína við bankann á síðustu tveimur mánuðum ársins í fyrra. 3.1.2008 11:07 Sjór í heitum pottum í nýrri stöð Hreyfingar Sjó verður veitt í heita potta í heilsulind Hreyfingar og Bláa lónsins í Glæsibæ samkvæmt samkomulagi sem Hreyfing og Orkuveitan hafa gert. 3.1.2008 10:43 ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf. 3.1.2008 10:26 Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. 3.1.2008 10:22 OMX opnar markað með réttindi tengd hlutabréfum OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) opnar í dag 3. janúar, nýjan undirmarkað fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum. Með þessari nýju þjónustu verður mögulegt að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi. 3.1.2008 09:20 Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. 3.1.2008 09:02 Commerzbank rekur tvo stjórnendur sína í Bandaríkjunum Þýski bankinn Commerzbank hefur rekið tvo af forstjórum sínum í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna mikils taps bankans á fasteignamarkaðinum vestanhafs í kjölfar undirmálslánakrísunnar. 3.1.2008 08:31 Langtímaskuldir Straums nema 65,4 milljörðum Langtímaskuldir Straums sem gjaldfalla á árinu 2008 nema 65,4 milljörðum króna, eða 717 milljónum evra. 2.1.2008 19:54 Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. 2.1.2008 17:20 Icelandic USA selur verksmiðjuhúsnæði í Cambridge Icelandic USA, félag sem er í eigu Icelandic Group, hefur selt verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum. 2.1.2008 16:43 Bjarni Ármansson stjórnarformaður REI enn um sinn Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. 2.1.2008 15:44 Ekki ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ekki sé ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa nú eftir áramótin. Í þessum mánuði koma krónubréf að upphæð um 200 milljarða króna á gjalddaga. Um er að ræða stærsta gjalddaga þeirra frá upphafi. 2.1.2008 11:10 Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. 2.1.2008 10:56 Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum. 2.1.2008 10:22 Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. 2.1.2008 10:16 Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Borsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic properties, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Borsen segir að salan á síðustu hlutunum í Capinordic kostaði Landic um milljarð íslenskra króna. 1.1.2008 16:54 Smásalar í Bretlandi verða í vandræðum á árinu Ritstjóri viðskiptahluta breska dagblaðsins the Daily Telegraph sér fram á erfiða tíma fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði á Bretlandseyjum, en þar er Baugur Group á meðal þeirra fyrirferðamestu. Í blaðinu í gær fer Damian Reece yfir það sem hann telur að muni valda mestum titringi í viðskiptaheiminum á komandi ári. Efst á blaði eru vandræði húsnæðislánabankans Northern Rock sem hann segir að muni halda áfram langt fram á nýja árið. En næst nefnir hann smásöluna á Bretlandseyjum og að í þeim geira verði fyrstu þrír mánuðir ársins mönnum afar erfiðir. 1.1.2008 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr forstjóri ráðinn hjá Astraeus Stjórn Astraeus Limited, sem er alfarið í eigu Northern Travel Holding hf, hefur ráðið nýjan forstjóra fyrir Astraeus Limited, sem þegar hefur hafið störf; eftir að fyrrverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu í lok desember sl, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri heitir Mario Fulgoni og hefur starfað sem framkvæmdastjóri yfir flugrekstarsviði Astraeus frá júlí 2007. 7.1.2008 15:38
Stærstu fyrirtækjakaup Nordic Partners til þessa Fjárfestingarfélagið Nordic Partners ehf. hefur undirritað samninga um kaup á matvælafyrirtækinu Hamé a.s. sem eru stærstu einstöku fyrirtækjakaup Nordic Partners til þessa. 7.1.2008 10:37
Exista fellur um rúm fimm prósent Gengi bréfa í Existu og SPRON hélt áfram að falla eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mesta fallið er hjá Existu, sem hefur farið niður um rúm fimm prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur því fallið um 16,5 prósent frá áramótum og um 59 prósent frá hæsta gildi í júlí. 7.1.2008 10:24
Vísbendingar um tvöföldun á olíuverði á árinu Í olíuviðskiptum þessa dagana eru vísbendingar um að olíuverð muni tvöfaldast á árinu. Þetta skrifar vefsíðan Bloomberg í dag og nefnir sem rökstuðing að fyrirframkaup á olíu en viðskipti með olíutunnuna í 200 dollurum í lok ársins hafa tífaldast á undanförnum tveimur mánuðum. 7.1.2008 10:13
Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. 7.1.2008 09:20
Royal Unibrew heldur áfram að draga saman seglin Ölgerðin Royal Unibrew hefur lokað Ceres-brugghúsinu í Árósum og setur þar með endapúnktinn á 152 ára sögu Ceres í borginni. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew. 7.1.2008 09:07
Hreyfing í málum Northern Rock Fjárfestingabankinn Goldman Sachs er nálægt því að ljúka við 15 milljarða punda fjármögnunarpakka fyrir áhugasaman yftirtökuaðila í Northern Rock. 6.1.2008 11:53
Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. 4.1.2008 21:28
Gengi Existu fellur um 12 prósent á tveimur dögum Hlutabréf í flestum félögum í Kauphöllinni héldu áfram að lækka í dag, annan viðskiptadaginn á árinu, og stendur Úrvalsvísitalan nú í 5943 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í um eitt og hálft ár. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæp sex prósent það sem af er ári. 4.1.2008 16:58
Skipti meðal þriggja bjóðenda í slóvenska símann Skipti hf., móðurfélag Símans, gerði í dag tilboð í slóvenska fjarskiptafélagið Telekom Slovenije. 4.1.2008 15:49
Vill læknadeild í HR Róbert Wessman, forstjóri Actavis, vill opna læknadeild við Háskólann í Reykjavík. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Róbert lét einn milljarð króna renna í sjóð til Háskólans í Reykjavík á síðasta ári. 4.1.2008 14:41
Rabobank gefur út 30 milljarða kr. krónubréf Í morgun tilkynnti hollenski bankinn Rabobank um útgáfu krónubréfs að nafnvirði 30 milljarða kr. Bréfið er til 1 árs og ber 14% vexti. 4.1.2008 12:10
Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. 4.1.2008 11:06
Glitnir spáir því að verulega hægi á fasteignamarkaðinum Greining Glitnis reiknar með að verulega hægi á fasteignamarkaðinum á þessu ári. Ástæður þessa felast helst í háum vöxtum og erfiðari fjármögnun sem veikir kaupgetu sér í lagi nýrra kaupenda á markaðinum. 4.1.2008 10:26
SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. 4.1.2008 10:23
Dong finnur meira af olíu og gasi í Norðursjó Danska ríkisolíufélagið Dong hefur fundið meira af olíu og gasi í Norðursjó og samkvæmt fyrstu fregnum getur verið um verulegt magn að ræða. 4.1.2008 09:42
Royal Unibrew kaupir ölgerð í Lettlandi Danska brugghúsið Royal Unibrew hefur fest kaup á Livu Alus sem er þriðja stærsta ölgerð Lettlands. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew. 4.1.2008 09:35
Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. 4.1.2008 09:22
Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember. 3.1.2008 20:25
Stefanía til liðs við Keili Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á gamla varnarliðssvæðinu. 3.1.2008 17:01
Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. 3.1.2008 16:32
Alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á Capinordic Forstöðumaður upplýsingasviðs fasteignafélagsins Landic Property segir það alrangt að íslenskir fjárfestar hafi tapað á fjárfestingu í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Þvert á móti hafi félagið hagnast verulega á bréfunum í félaginu. 3.1.2008 14:43
Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins. 3.1.2008 14:02
Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. 3.1.2008 12:17
Lykilstarfsmenn Glitnis högnuðust um 270 milljónir á kaupréttindum Lykilstarfsmenn hjá Glitni hafa hagnast um rúmlega 270 milljónir kr. í gegnum kaupréttarsamninga sína við bankann á síðustu tveimur mánuðum ársins í fyrra. 3.1.2008 11:07
Sjór í heitum pottum í nýrri stöð Hreyfingar Sjó verður veitt í heita potta í heilsulind Hreyfingar og Bláa lónsins í Glæsibæ samkvæmt samkomulagi sem Hreyfing og Orkuveitan hafa gert. 3.1.2008 10:43
ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf. 3.1.2008 10:26
Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. 3.1.2008 10:22
OMX opnar markað með réttindi tengd hlutabréfum OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin) opnar í dag 3. janúar, nýjan undirmarkað fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum. Með þessari nýju þjónustu verður mögulegt að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi. 3.1.2008 09:20
Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. 3.1.2008 09:02
Commerzbank rekur tvo stjórnendur sína í Bandaríkjunum Þýski bankinn Commerzbank hefur rekið tvo af forstjórum sínum í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna mikils taps bankans á fasteignamarkaðinum vestanhafs í kjölfar undirmálslánakrísunnar. 3.1.2008 08:31
Langtímaskuldir Straums nema 65,4 milljörðum Langtímaskuldir Straums sem gjaldfalla á árinu 2008 nema 65,4 milljörðum króna, eða 717 milljónum evra. 2.1.2008 19:54
Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. 2.1.2008 17:20
Icelandic USA selur verksmiðjuhúsnæði í Cambridge Icelandic USA, félag sem er í eigu Icelandic Group, hefur selt verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í Cambridge í Maryland í Bandaríkjunum. 2.1.2008 16:43
Bjarni Ármansson stjórnarformaður REI enn um sinn Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. 2.1.2008 15:44
Ekki ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ekki sé ástæða til að óttast gjaldfellingu krónubréfa nú eftir áramótin. Í þessum mánuði koma krónubréf að upphæð um 200 milljarða króna á gjalddaga. Um er að ræða stærsta gjalddaga þeirra frá upphafi. 2.1.2008 11:10
Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. 2.1.2008 10:56
Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum. 2.1.2008 10:22
Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. 2.1.2008 10:16
Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Borsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic properties, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Borsen segir að salan á síðustu hlutunum í Capinordic kostaði Landic um milljarð íslenskra króna. 1.1.2008 16:54
Smásalar í Bretlandi verða í vandræðum á árinu Ritstjóri viðskiptahluta breska dagblaðsins the Daily Telegraph sér fram á erfiða tíma fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði á Bretlandseyjum, en þar er Baugur Group á meðal þeirra fyrirferðamestu. Í blaðinu í gær fer Damian Reece yfir það sem hann telur að muni valda mestum titringi í viðskiptaheiminum á komandi ári. Efst á blaði eru vandræði húsnæðislánabankans Northern Rock sem hann segir að muni halda áfram langt fram á nýja árið. En næst nefnir hann smásöluna á Bretlandseyjum og að í þeim geira verði fyrstu þrír mánuðir ársins mönnum afar erfiðir. 1.1.2008 11:30