Viðskipti erlent

Dong finnur meira af olíu og gasi í Norðursjó

Danska ríkisolíufélagið Dong hefur fundið meira af olíu og gasi í Norðursjó og samkvæmt fyrstu fregnum getur verið um verulegt magn að ræða.

Olían og gasið fannst í suðurhluta Norðursjávar og tilraunarborunin gaf af sér 530 kúbikmetra af gasi á sólarhring. Dong á 40% af svæðinu sem olían og gasið fannst á.

Það var borpallur í eigu Mærsk Guardian sem fann olíuna og gasið og nú er verið að undirbúa aðra borholu á svæðinu til að afla upplýsinga um þrýsting og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×