Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Magio – viðburða­smiðju

Atli Ísleifsson skrifar
Þórunn Hilda Jónasdóttir ásamt þeim Baldri Rafni Gissurarsyni, Hlyni Friðrikssyni og Gunnari Möller, eigendum Sonik og meðeigendum í Magio.
Þórunn Hilda Jónasdóttir ásamt þeim Baldri Rafni Gissurarsyni, Hlyni Friðrikssyni og Gunnari Möller, eigendum Sonik og meðeigendum í Magio.

Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor.

Í tilkynningu segir að Þórunn Hilda sé með reynslu úr markaðs- og viðburðageiranum, en hún starfaði áður hjá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein, sem viðburða- og þjónustustjóri.

Þar áður hafi Þórunn Hilda séð um markaðs- og viðburðamál fyrir KR og þar áður Háskólann í Reykjavík. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Fram kemur að Magio sérhæfi sig í skipulagningu og framkvæmd skapandi, sérsniðinna viðburða fyrir fyrirtæki og einstaklinga, með hliðsjón af menningu, sjálfbærni og gildum viðskiptavinarins.

„Þórunn mun jafnframt njóta stuðnings öflugra meðeigenda sinna, sem jafnframt eru eigendur Sonik – einnar fremstu tækjaleigu landsins á sviði hljóðs, ljósa og sviðsbúnaðar. Þessi samvinna tryggir að Magio býr yfir sterkum innviðum, tæknilegri þekkingu og fjölbreyttum úrræðum til að mæta þörfum hvers viðburðar, stórum sem smáum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×