Viðskipti innlent

Langtímaskuldir Straums nema 65,4 milljörðum

William Fall er forstjóri Straums.
William Fall er forstjóri Straums.

Langtímaskuldir Straums sem gjaldfalla á árinu 2008 nema 65,4 milljörðum króna, eða 717 milljónum evra.

Talsmenn bankans segja að tryggar lausafjáreignir Straums dugi til að standa við allar skuldbindingar bankans í meira en 270 daga. Sé miðað við svokallað umframlausafé, þar sem einnig er tekið tillit til annars konar lausafjáreigna á borð við hlutabréf í skráðum félögum, sé bankinn fjármagnaður í 340 daga. Tryggt lausafé bankans skiptist í lausafé, verðbréf sem séu hæf í endurhverfum viðskiptum seðlabanka og samningsbundnar veltulánalínur sem séu til lengri tíma en eins árs og án svonefndra MAC-ákvæða, eða material adverse change clause.

Talsmenn Straums segja það stefnu bankans að dreifa fjármögnun sinni og hafi bankinn að undanförnu eingöngu sótt fé erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×