Viðskipti innlent

Lykilstarfsmenn Glitnis högnuðust um 270 milljónir á kaupréttindum

Lykilstarfsmenn hjá Glitni hafa hagnast um rúmlega 270 milljónir kr. í gegnum kaupréttarsamninga sína við bankann á síðustu tveimur mánuðum ársins í fyrra.

Frá því í lok október hefur Glitni keypt samtals 34 milljónir af eigin hlutum til að uppfylla þessa kaupréttarsamninga. Greitt er fyrir hlutina á verði dagsins sem féll frá rúmum 24 kr. á hlut í upphafi tímabilsins og niður í tæpar 22 kr. á hlut við áramótin.

Starfsmennirnar hafa síðan fengið hlutina á 15,5 kr. samkvæmt fyrrgreindum samningum. Meðalmismunurinn á kaupum og sölu er því tæplega 8 kr. á tímabilinu eða sem nemur 270 milljónum kr. í heildina.

Og kaup Glitni á eigin hlutum til að uppfylla kaupsamninga halda áfram því í dag kom tilkynning um frekari kaup bankans á 3 milljónum hluta í bankanum í þessu skyni.

Kaupréttarsamningarnir sem hér um ræðir voru gerðir árið 2005 og ná til um hundrað starfsmanna bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×