Viðskipti erlent

Royal Unibrew kaupir ölgerð í Lettlandi

Danska brugghúsið Royal Unibrew hefur fest kaup á Livu Alus sem er þriðja stærsta ölgerð Lettlands. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew.

Greint var frá yfirtöku Royal á ölgerðinni í ágúst s.l. en beðið hefur verið eftir samþykki samkeppnisráðs Lettlands fyrir kaupunum. Það liggur nú fyrir að því er segir í tilkynningu Royal um málið.

Fyrir á Royal Unibrew helminginn í gosdrykkjagerðinni Kalnapillo Tauro í Lettlandi og ölgerðina Lacplesa Alus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×