Viðskipti innlent

Gengi Existu fellur um 12 prósent á tveimur dögum

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, en stærstu hluthafarnir í Existu, sem hefur fallið um tæp 12 prósent í Kauphöllinni á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, en stærstu hluthafarnir í Existu, sem hefur fallið um tæp 12 prósent í Kauphöllinni á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins.

Hlutabréf í flestum félögum í Kauphöllinni héldu áfram að lækka í dag, annan viðskiptadaginn á árinu, og stendur Úrvalsvísitalan nú í 5943 stigum. Hefur hún ekki verið lægri í um eitt og hálft ár. Samtals hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæp sex prósent það sem af er ári.

Exista lækkaði mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 6,2 prósent. Á eftir fylgdi SPRON lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 5,81 prósent. Exista hefur fallið um 11,9 prósent á þeim tveimur viðskiptadögum sem liðnir eru af árinu en gengi bréfa í SPRON um rétt rúm ellefu.

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum féll um 5,64 prósent, Icelandic Group um 5,44 prósent og FL Group um 4,73 prósent.

Gengi einungis eins félags hækkaði í Kauphöllinni, Marel, sem fór upp um tæpt prósent.

Við þetta má bæta að gengi krónunnar styrktist um þriðjung úr prósenti og stendur gengisvísitalan nú í 119,7 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×