Viðskipti innlent

Neytendur bregðast ekki við verðlækkunum

Það virkar best að staðsetja vörur í miðhillunni.
Það virkar best að staðsetja vörur í miðhillunni.

Það hefur engin áhrif á neytendur þótt vörur lækki um allt að 27% í verði. Þetta kemur fram í doktorsritgerð í markaðsfræði. sem Valdimar Sigurðsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, varði í desember.

Rannsóknin byggir á þremur vettvangstilraunum sem voru gerðar við sex íslenskar verslanir yfir þriggja mánaða skeið. Einblínt var á stjórnun verslunarumhverfis og kannað hvaða áhrif það hefði að breyta verði vörumerkja, staðsetningu þeirra í hillum, eða auglýsingum inni í verslunum.

Talið er að um 70% af kauphegðun neytenda í smásölu sé ákveðin í sjálfri versluninni. Rannsókn Valdimars styður þessa kenningu, enda kom í ljós að þó að verð á vörum væri lækkað inni í verslununum breyttu neytendur ekki vali sínu og keyptu jafnvel minna af þeirri tilteknu vöru.

Sama rannsókn leiddi í ljós að auglýsingar inni í verslunum hafa neikvæð áhrif á sölu vörunnar og að í lágvöruverslunum virkar best að staðsetja vörur í miðhillu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×