Viðskipti innlent

Stjórn OMX mælir samhljóða með tilboði Dubai

Stjórn norræna kauphallarfyrirtækisins OMX mælir samhljóða með því að tekið verði tilboði kauphallarinnar Borse Dubai í OMX. Þegar Borse Dubai eignast þann 67% hlut í OMX sem hér um ræðir verður OMX sameinað Nasdaq í Bandaríkjunum.

Nasdaq og Borse Dubai, sem er í eigu þarlendra stjórnvalda, háðu harða baráttu um yfirtökuna á OMX á síðasta ári. Fór svo að lokum að þau sameinuðust um málið með því að hlutur Dubai rynni inn í Nasdaq eftir yfirtökuna.

Tilboð Borse Dubai er 265 skr á hlut eða rétt tæpar 2.600 kr og er OMX því metið á rúmlega 310 milljarða kr. Fyrir utan Reykjavík rekur OMX kauphallir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki, Riga, Tallinn og Vilnius.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×