Viðskipti innlent

ICEQ og Kaupþing semja um viðskiptavakt

ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands hf.

 

Kaupthing banki hf. skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 75 milljón kr að markaðsvirði. Kaupþing banki hf. mun leitast við að hafa mun á kauptilboði og innlausnarvirði ICEQ eins lítinn og möguleiki er.

Kaupþing banki hf. skuldbindur sig einnig til þess að endurnýja tilboð sín í ICEQ innan 3ja mínútna ef útistandandi tilboðum er tekið. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem Kaupþing banki hf. er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera 500 milljónir kr.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×