Viðskipti erlent

Hreyfing í málum Northern Rock

Fjárfestingabankinn Goldman Sachs er nálægt því að ljúka við 15 milljarða punda fjármögnunarpakka fyrir áhugasaman yftirtökuaðila í Northern Rock.

Heimildir dagblaðsins The Sunday Times, sem birtir ítarlega frétt um málið í dag, herma að fjármögnunarpakkinn sé hagstæðari en sá sem settur hefur verið saman af keppinautum á borð við Citigroup. Það er því líklegt að hreyfing komist á hlutina í Northern Rock eftir helgi.

Northern Rock er eitt stærsta fórnarlamb undimálslána og lausafjárþurrðar í Bretlandi en félagið hefur fengið rúma 26 milljarða punda að láni frá seðlabanka Englands síðan í september. Það er nú í viðræðum við tvö fjárfestinagfélög, Olivant og svo Virgin en stjórn Northern Rock hefur heldur hallað sér töluvert að síðarnefnda félaginu.

Gert er ráð fyrir að einhvers konar yfirtökutilboð verði á borðum fyrir hluthafafund í félaginu sem fram fer 15. janúar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×