Fleiri fréttir Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007. 31.12.2007 11:22 Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta. 31.12.2007 12:12 Finnur hættir hjá Icebank Samkomulag hefur orðið um að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Stjórn Icebank hefur ráðið Agnar Hansson sem nýjan bankastjóra. 31.12.2007 09:46 Byr býður fólki að kanna fjárhagslega heilsu Sparisjóðurinn Byr breytist í „fjárhagslega heilsuræktarstöð" á nýársnótt og setur um leið í loftið rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sinni og býður þannig öllum landsmönnum aðstoð við að finna út sína fjárhagslega heilsu og þol. 29.12.2007 15:14 Innhverjaviðskipti hjá FL Group Ný kaupréttaráætlun var samþykkt í gær hjá FL Group. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum. 28.12.2007 17:16 Eik banki hækkaði mest í dag Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu. 28.12.2007 16:50 Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi viðskiptaráðherra, formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar næstkomandi. Þá lætur Lárus Finnbogason endurskoðandi af því starfi, en hann hefur gegnt því frá 1. janúar 2007. Lárus hefur verið í aðalstjórn Fjármálaeftirlitsins frá því stofnunin tók til starfa á árinu 1999. 28.12.2007 14:54 Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. 28.12.2007 12:27 Rólegt í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan stóð því sem næst í stað í Kauphöllinni í morgun en lækkun hennar nam 0,01 prósenti. Þrettán félög hafa hækkað, Eik Banki mest allra, um 2,45 prósent og 365 hf um 2,44 prósent. 28.12.2007 10:36 Kaupþing selur starfsemi í Færeyjum Kaupþing hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki og mun færeyski bankinn taka yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007. 28.12.2007 09:34 Björgólfur Thor varð fyrir valinu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. 28.12.2007 05:00 Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig „Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu. 27.12.2007 20:45 Viðskiptaannáll ársins 2007 Árið 2007 var fjörugt í viðskiptalífinu. Blaðamenn Markaðarins fóru yfir árið og fundu það markverðasta sem gerðist í heimi viðskiptanna. 27.12.2007 14:30 Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaun og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins. Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. 27.12.2007 12:00 Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. 27.12.2007 11:48 Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 Álitsgjafar Markaðarins töldu að Sala Novators á búlgarska símanum, Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins. 27.12.2007 11:48 Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er. 27.12.2007 11:22 Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15% Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% við opnun markaða í morgun. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%. Exista um 4,71% og SPRON um 4,34. Mest lækkuðu bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,99% og Teymi hf lækkaði um 0,68%. 27.12.2007 10:45 Bjarni kaupir í Glitnir Property Holding Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fest kaup á 12% hlut í dótturfélagi Glitnis, Glitnir Property Holding (GPH), að verðmæti 970 milljónir. Glitnir mun áfram eiga 48,8% í GPH eftir viðskiptin. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar GPH og annarra eigenda, en þeir eru alls 21 talsins og eiga hlut á móti Glitni í GPH. 27.12.2007 10:27 Útsölur hafnar í Bandaríkjunum Smásöluverslanir í Bandaríkjunum lækkuðu verð á vörum sínum í gær í von um að útsölurnar geti bjargað þeim eftir arfaslaka sölu í desember. Janúarútsölur hafa gengið vel undanfarin ár og vonast kaupmenn til þess að engin undantekning verði á nú. 27.12.2007 07:56 Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. 27.12.2007 06:00 Jón Ásgeir viðskiptamaður ársins Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er maður ársins 2007 í íslensku viðskiptalífi að mati tuttugu manna dómnefndar Markaðarins. 27.12.2007 00:01 Dræm jólasala í Bandaríkjunum Jólasalan var dræm í Bandaríkjunum þetta árið. Talsmenn Target Corporation, sem er annað stærsta félagið í Bandaríkjunum á sviði smásölu, segja líklegt að salan hjá þeim hafi dregist saman í desember. Tölur frá Mastercard benda til þess að 2,4% aukning hafi verið í jólaverslun ef frádregin er sala á bensíni og bifreiðum. 25.12.2007 20:47 Fjárfestir fyrir 16 milljarða í Lundúnum Vneshtorgbankinn, sem er annar stærsti banki Rússlands, hyggst fjárfesta fyrir 16 milljarða íslenskra króna í fasteignaverkefni í Lundúnum. 25.12.2007 18:51 Formaður fasteignasala ósammála spá um verðlækkun á markaðinum Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir að hún sé ósammála spá greiningar Landsbankans um að fasteignaverð lækki um 9% á næsta ári. Hún telur að markaðurinn verði í jafnvægi á næsta ári og að verðið muni hækka um allt að 5% yfir árið. 23.12.2007 15:42 Bill Gates fjárfestir í mexíkanskri ölgerð Bill Gates stjórnarformaður Microsoft hefur keypt 3% hlut í mexíkönsku ölgerðinni Femsa sem þekktust er fyrir að brugga Sol bjórinn. 23.12.2007 15:04 Lúxussnekkja Saddam Hussein er til sölu Fyrir um tvo milljarða króna er nú hægt að festa kaup á lúxussnekkju Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks. Snekkjan sem ber nafnið Ocean Breeze er til sölu hjá snekkjufélaginu Burgess í London. 23.12.2007 11:21 Putin orðaður við forstjórastólinn í Gazprom Valdimir Putin forseti Rússlands er nú orðaður við forstjórastólinn hjá olíurisanum Gazprom. Sagt er að hann muni taka við stöðunni í mars er kjörtímabili hans lýkur. 23.12.2007 10:44 Betri ávöxtun í eðalvínum en gulli og hlutabréfum Eðalvín hafa reynst mun betri fjárfesting í ár en bæði gull og hlutabréf. Í grein um málið í breska blaðinu The Independent segir að ávöxtunin á eðalvínum frá Bordeaux hafi numið 39% en til samanburðar hækkaði úrvalsvístalan í kauphöllinni í London (FTSE) aðeins um 3,4% og gull hækkaði í verði um 23% á árinu. 22.12.2007 15:55 Toyota framleiðir bíla í Rússlandi Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram. 22.12.2007 12:52 Ákvörðun Seðlabankans lækkar markaðsvexti Frá því að Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti á fimmtudag hefur ávöxtunarkrafa á markaði lækkað töluvert. Ávöxtunarkrafa allra markflokka skuldabréfa hækkaði hinsvegar verulega eftir hækkun stýrivaxta í byrjun nóvember. 22.12.2007 11:58 SAS dæmt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi SAS flugfélagið á ekki góðar stundir þessa dagana. SAS varð fyrir enn einu áfallinu fyrir helgina þegar dómur gekk gegn því fyrir hæstarétti Noregs. Þar var SAS sakfellt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi. 22.12.2007 11:20 Jákvætt fyrir reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr Dönsk rannsókn sýnir fram á að fráfall náins fjölskyldumeðlims forstjóra í fyrirtæki hefur skaðleg áhrif á framleiðni í fyrirtækinu. Hins vegar hefur það jákvæð áhrif á reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr. 22.12.2007 09:57 Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni. 21.12.2007 17:39 Græn jól í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. 21.12.2007 15:31 Dótturfélag Jarðborana semur um djúpborun í Þýskalandi Hekla Energy, nýstofnað dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi, og þýska félagið Exorka hafa samið um samstarf um borframkvæmdir þar í landi þar sem leitað verður jarðhita. 21.12.2007 12:08 Fitch staðfestir lánshæfi Straums-Burðaráss Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkun Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. Langtímaeinkunn bankans er BBB- og eru langtímahorfur stöðugar. 21.12.2007 11:21 Exista og SPRON á uppleið fyrir jólin Exista og SPRON eru á mikilli uppleið í Kauphöllinni þennan síðasta viðskiptadag fyrir jól og þá er úrvalsvísitalan einnig á uppleið. 21.12.2007 11:16 Markaðir í Evrópu taka kipp Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku kipp í morgun við opnun markaða og hækkuðu um tæpt prósent. Í dag er síðasti viðskiptadagur fyrir jólafrí víðast hvar og virðast fjárfestar í jólaskapi. 21.12.2007 08:50 Stýrivaxtaákvörðun hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkað Ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn en komandi kjarasamningar gætu sett strik í reikninginn. 20.12.2007 19:56 Frjáls verslun velur Andra Má mann ársins í íslensku viðskiptalífi Tímaritið frjáls verslun hefur valið Andra Má Ingólfsson, forstjóra og eigandi Primera Travel Group, mann ársins í íslensku atvinnulífi árið 2007. 20.12.2007 17:18 Magnús Þorsteinsson úr stjórn Eimskips Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins. 20.12.2007 16:41 Netfyrirtæki sektuð fyrir að auglýsa netpóker Hugbúnaðarfyrirtækin Google, Yahoo og Microsoft hafa verið sektuð um 31,5 milljónir dollara, jafnvirði um tveggja milljarða króna, fyrir að hafa auglýst netpókerspil. 20.12.2007 15:33 Glitnir telur að stýrivextir hafi náð hámarki Greiningadeild Glitnis segir að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki stýrivexti í dag renni stoðum undir þá spá sína að bankinn muni ekki hækka vexti sína frekar. 20.12.2007 12:08 Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni. 20.12.2007 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007. 31.12.2007 11:22
Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta. 31.12.2007 12:12
Finnur hættir hjá Icebank Samkomulag hefur orðið um að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Stjórn Icebank hefur ráðið Agnar Hansson sem nýjan bankastjóra. 31.12.2007 09:46
Byr býður fólki að kanna fjárhagslega heilsu Sparisjóðurinn Byr breytist í „fjárhagslega heilsuræktarstöð" á nýársnótt og setur um leið í loftið rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sinni og býður þannig öllum landsmönnum aðstoð við að finna út sína fjárhagslega heilsu og þol. 29.12.2007 15:14
Innhverjaviðskipti hjá FL Group Ný kaupréttaráætlun var samþykkt í gær hjá FL Group. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum. 28.12.2007 17:16
Eik banki hækkaði mest í dag Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu. 28.12.2007 16:50
Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi viðskiptaráðherra, formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar næstkomandi. Þá lætur Lárus Finnbogason endurskoðandi af því starfi, en hann hefur gegnt því frá 1. janúar 2007. Lárus hefur verið í aðalstjórn Fjármálaeftirlitsins frá því stofnunin tók til starfa á árinu 1999. 28.12.2007 14:54
Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. 28.12.2007 12:27
Rólegt í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan stóð því sem næst í stað í Kauphöllinni í morgun en lækkun hennar nam 0,01 prósenti. Þrettán félög hafa hækkað, Eik Banki mest allra, um 2,45 prósent og 365 hf um 2,44 prósent. 28.12.2007 10:36
Kaupþing selur starfsemi í Færeyjum Kaupþing hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki og mun færeyski bankinn taka yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007. 28.12.2007 09:34
Björgólfur Thor varð fyrir valinu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators. 28.12.2007 05:00
Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig „Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu. 27.12.2007 20:45
Viðskiptaannáll ársins 2007 Árið 2007 var fjörugt í viðskiptalífinu. Blaðamenn Markaðarins fóru yfir árið og fundu það markverðasta sem gerðist í heimi viðskiptanna. 27.12.2007 14:30
Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaun og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins. Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. 27.12.2007 12:00
Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. 27.12.2007 11:48
Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 Álitsgjafar Markaðarins töldu að Sala Novators á búlgarska símanum, Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins. 27.12.2007 11:48
Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er. 27.12.2007 11:22
Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15% Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% við opnun markaða í morgun. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%. Exista um 4,71% og SPRON um 4,34. Mest lækkuðu bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,99% og Teymi hf lækkaði um 0,68%. 27.12.2007 10:45
Bjarni kaupir í Glitnir Property Holding Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fest kaup á 12% hlut í dótturfélagi Glitnis, Glitnir Property Holding (GPH), að verðmæti 970 milljónir. Glitnir mun áfram eiga 48,8% í GPH eftir viðskiptin. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar GPH og annarra eigenda, en þeir eru alls 21 talsins og eiga hlut á móti Glitni í GPH. 27.12.2007 10:27
Útsölur hafnar í Bandaríkjunum Smásöluverslanir í Bandaríkjunum lækkuðu verð á vörum sínum í gær í von um að útsölurnar geti bjargað þeim eftir arfaslaka sölu í desember. Janúarútsölur hafa gengið vel undanfarin ár og vonast kaupmenn til þess að engin undantekning verði á nú. 27.12.2007 07:56
Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. 27.12.2007 06:00
Jón Ásgeir viðskiptamaður ársins Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er maður ársins 2007 í íslensku viðskiptalífi að mati tuttugu manna dómnefndar Markaðarins. 27.12.2007 00:01
Dræm jólasala í Bandaríkjunum Jólasalan var dræm í Bandaríkjunum þetta árið. Talsmenn Target Corporation, sem er annað stærsta félagið í Bandaríkjunum á sviði smásölu, segja líklegt að salan hjá þeim hafi dregist saman í desember. Tölur frá Mastercard benda til þess að 2,4% aukning hafi verið í jólaverslun ef frádregin er sala á bensíni og bifreiðum. 25.12.2007 20:47
Fjárfestir fyrir 16 milljarða í Lundúnum Vneshtorgbankinn, sem er annar stærsti banki Rússlands, hyggst fjárfesta fyrir 16 milljarða íslenskra króna í fasteignaverkefni í Lundúnum. 25.12.2007 18:51
Formaður fasteignasala ósammála spá um verðlækkun á markaðinum Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir að hún sé ósammála spá greiningar Landsbankans um að fasteignaverð lækki um 9% á næsta ári. Hún telur að markaðurinn verði í jafnvægi á næsta ári og að verðið muni hækka um allt að 5% yfir árið. 23.12.2007 15:42
Bill Gates fjárfestir í mexíkanskri ölgerð Bill Gates stjórnarformaður Microsoft hefur keypt 3% hlut í mexíkönsku ölgerðinni Femsa sem þekktust er fyrir að brugga Sol bjórinn. 23.12.2007 15:04
Lúxussnekkja Saddam Hussein er til sölu Fyrir um tvo milljarða króna er nú hægt að festa kaup á lúxussnekkju Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks. Snekkjan sem ber nafnið Ocean Breeze er til sölu hjá snekkjufélaginu Burgess í London. 23.12.2007 11:21
Putin orðaður við forstjórastólinn í Gazprom Valdimir Putin forseti Rússlands er nú orðaður við forstjórastólinn hjá olíurisanum Gazprom. Sagt er að hann muni taka við stöðunni í mars er kjörtímabili hans lýkur. 23.12.2007 10:44
Betri ávöxtun í eðalvínum en gulli og hlutabréfum Eðalvín hafa reynst mun betri fjárfesting í ár en bæði gull og hlutabréf. Í grein um málið í breska blaðinu The Independent segir að ávöxtunin á eðalvínum frá Bordeaux hafi numið 39% en til samanburðar hækkaði úrvalsvístalan í kauphöllinni í London (FTSE) aðeins um 3,4% og gull hækkaði í verði um 23% á árinu. 22.12.2007 15:55
Toyota framleiðir bíla í Rússlandi Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram. 22.12.2007 12:52
Ákvörðun Seðlabankans lækkar markaðsvexti Frá því að Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti á fimmtudag hefur ávöxtunarkrafa á markaði lækkað töluvert. Ávöxtunarkrafa allra markflokka skuldabréfa hækkaði hinsvegar verulega eftir hækkun stýrivaxta í byrjun nóvember. 22.12.2007 11:58
SAS dæmt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi SAS flugfélagið á ekki góðar stundir þessa dagana. SAS varð fyrir enn einu áfallinu fyrir helgina þegar dómur gekk gegn því fyrir hæstarétti Noregs. Þar var SAS sakfellt fyrir iðnaðarnjósnir í Noregi. 22.12.2007 11:20
Jákvætt fyrir reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr Dönsk rannsókn sýnir fram á að fráfall náins fjölskyldumeðlims forstjóra í fyrirtæki hefur skaðleg áhrif á framleiðni í fyrirtækinu. Hins vegar hefur það jákvæð áhrif á reksturinn ef tengdamóðir forstjórans deyr. 22.12.2007 09:57
Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni. 21.12.2007 17:39
Græn jól í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. 21.12.2007 15:31
Dótturfélag Jarðborana semur um djúpborun í Þýskalandi Hekla Energy, nýstofnað dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi, og þýska félagið Exorka hafa samið um samstarf um borframkvæmdir þar í landi þar sem leitað verður jarðhita. 21.12.2007 12:08
Fitch staðfestir lánshæfi Straums-Burðaráss Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkun Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. Langtímaeinkunn bankans er BBB- og eru langtímahorfur stöðugar. 21.12.2007 11:21
Exista og SPRON á uppleið fyrir jólin Exista og SPRON eru á mikilli uppleið í Kauphöllinni þennan síðasta viðskiptadag fyrir jól og þá er úrvalsvísitalan einnig á uppleið. 21.12.2007 11:16
Markaðir í Evrópu taka kipp Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku kipp í morgun við opnun markaða og hækkuðu um tæpt prósent. Í dag er síðasti viðskiptadagur fyrir jólafrí víðast hvar og virðast fjárfestar í jólaskapi. 21.12.2007 08:50
Stýrivaxtaákvörðun hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkað Ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn en komandi kjarasamningar gætu sett strik í reikninginn. 20.12.2007 19:56
Frjáls verslun velur Andra Má mann ársins í íslensku viðskiptalífi Tímaritið frjáls verslun hefur valið Andra Má Ingólfsson, forstjóra og eigandi Primera Travel Group, mann ársins í íslensku atvinnulífi árið 2007. 20.12.2007 17:18
Magnús Þorsteinsson úr stjórn Eimskips Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins. 20.12.2007 16:41
Netfyrirtæki sektuð fyrir að auglýsa netpóker Hugbúnaðarfyrirtækin Google, Yahoo og Microsoft hafa verið sektuð um 31,5 milljónir dollara, jafnvirði um tveggja milljarða króna, fyrir að hafa auglýst netpókerspil. 20.12.2007 15:33
Glitnir telur að stýrivextir hafi náð hámarki Greiningadeild Glitnis segir að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki stýrivexti í dag renni stoðum undir þá spá sína að bankinn muni ekki hækka vexti sína frekar. 20.12.2007 12:08
Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni. 20.12.2007 11:51