Viðskipti erlent

Commerzbank rekur tvo stjórnendur sína í Bandaríkjunum

Þýski bankinn Commerzbank hefur rekið tvo af forstjórum sínum í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna mikils taps bankans á fasteignamarkaðinum vestanhafs í kjölfar undirmálslánakrísunnar.

FL Group á um 4% í Commerzbank. Þótt bankinn hafi náð að rétta aðeins úr kútnum eftir erfiðleikanna í sumar hafa hlutiabréf í bankanum fallið um tæp 12% á síðasta ári.

Financial Times fjallar um þetta mál í dag og þar segir að þeir sem reknir voru eru Hans J. Döpp sem var forstjóri Commerzbank í New York og Jurgen Boysen sem bar ábyrgð á lánastarfsemi bankans í Bandaríkjunum.

Tap Commerzbank vegna undirmálslána á þriðja ársfjórðungi nam nær 25 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×