Viðskipti erlent

Royal Unibrew heldur áfram að draga saman seglin

Ölgerðin Royal Unibrew hefur lokað Ceres-brugghúsinu í Árósum og setur þar með endapúnktinn á 152 ára sögu Ceres í borginni. FL Group á fjórðungshlut í Royal Unibrew.

 

Með þessari ákvörðun missa tæplega 200 manns atvinnuna en í umfjöllun Jyllands Posten í dag um málið kemur fram að ekki er vitað hvort eitthvað af þessu starfsfólki verði boðin vinna á öðrum stöðum innan fyrirtækisins.

 

Lokun í Árósum kemur í kjölfar mikils samdráttar hjá Unibrew á seinnihluta síðasta árs. Alls hafa 300 misst vinnu sína eftir að hluti af Albani ölgerðinni í Óðinsvéum var lokað og Maribo Bryghus var lagt niður. Þá hefur Unibrew lokað einni af ölgerðum sínum í Litháen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×