Viðskipti innlent

Sjór í heitum pottum í nýrri stöð Hreyfingar

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, og Hafrún Þorvaldsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur handsala samning um sjóveituna.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, og Hafrún Þorvaldsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur handsala samning um sjóveituna.

Sjó verður veitt í heita potta í heilsulind Hreyfingar og Bláa lónsins í Glæsibæ samkvæmt samkomulagi sem Hreyfing og Orkuveitan hafa gert.

Fram kemur í tilkynningu frá Hreyfingu að um sé að ræða jarðsjó sem tekinn verður úr sjávarkantinum norður af Sæbraut gegnt Kringlumýrarbraut með því að bora niður á 14 metra dýpi. Sjórinn fer síðan í gegnum sandsíunarbúnað áður en honum er dælt í heitu potanna.

Bent er að á sjór sé talinn hafa heilnæm og góð áhrif á húðina og hafi sjóböð verið stunduð víða um heim um langt skeið. Sá munur er þó á að sjórinn í pottunum verður heitur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×