Viðskipti innlent

Exista fellur um rúm fimm prósent

Gengi bréfa í Existu og SPRON hélt áfram að falla eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mesta fallið er hjá Existu, sem hefur farið niður um rúm fimm prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur því fallið um 16,5 prósent frá áramótum og um 59 prósent frá hæsta gildi í júlí. Gengi bréfa í SPRON hefur fallið jafn mikið síðan bréf sparisjóðsins voru skráð á markað í október.

Bréf í FL Group hækkaði um 1,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun en féll skömmu síðar.

Ekkert félag hefur hækkað í dag.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,78 prósent það sem af er dags og stendur hún í 5.837 stigum. Jafn lágt gildi henni hefur ekki sést síðan seint í ágúst í hitteðfyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×