Viðskipti innlent

Jólaseríurnar hanga enn uppi í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Fyrsti dagur nýs árs í Kauphöllinni er í dag. Það sem af er degi hafa 16 fyrirtæki lækkað en þrjú félög hafa hækkað. Það má því segja að það sé ansi rautt um að litast þar á þessum fyrsta degi ársins.

Stemmningin í kringum Atlantic Petroleum virðist engan endi ætla að taka en félagið hefur hækkað um 2,69% það sem af er degi. Össur hf hefur einnig hækkað um 1,1% og Teymi sem er líka í græna liðinu með 0,03% hækkun.

Frændur okkar í Færeyska bankanum eru þungir eftir jólasteikina og hafa lækkað um 3,28% í dag. 365 heldur áfram niður á við en félagið hefur lækkað um 2,37% og Spron hf um 2,30%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×