Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 12:24 Áætlað er að fyrsta koma verði 29. maí 2026. Alaska Airlines Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Í tilkynningu frá Isavia segir að áætlað sé að fyrsta koma verði 29. maí og verði flogið daglega frá heimaflugvelli Alaska Airlines, Seattle-Tacoma (SEA) sem sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada. „Við tökum fagnandi á móti Alaska Airlines sem mun styrkja enn frekar flugtengingar Keflavíkurflugvallar við Norður-Ameríku í gegnum heimavöll þeirra í Seattle. Með þessu mun valkostum þeirra sem vilja heimsækja Ísland og nota KEF sem tengistöð fjölga,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Eftirspurn eftir flugi frá Norður Ameríku heldur áfram að vaxa og koma Alaska Airlines sýnir aðdráttarafl Íslands sem einstaks áfangstaðar og hversu öflug tengistöðin í Keflavík er orðin.“ Keflavíkurflugvöllur verður einn af fyrstu áfangastöðum Alaska Airlines í Evrópu frá og með næsta sumri. „Ísland verður ávallt á óskalista ævintýragjarnra ferðalanga og útivistarfólks, ásamt því að Keflvíkurflugvöllur verður gestum okkar mikilvægur tengipunktur við Evrópu,“ er haft eftir Ben Minicucci, forstjóra Alaska Airlines. Hann segir að með beinu flugi til KEF næsta sumar sé flugfélagið að stíga mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn félagsins um að tengja gesti sína við heiminn með framboði í alþjóðaflugi. Í tilkynningunni segir að Seattle-Tacoma (SEA) sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturströnd Bandríkjanna og víðar í Norður-Ameríku. „Alaska Airlines eru stærsta flugfélag vallarins og bjóða yfir 300 brottfarir daglega til 60 áfangastaða í Norður-Ameríku, meðal annars allra helstu borga vesturstrandar Bandaríkjanna. Með komu Alaska Airlines opnast því betri tengingar fyrir ferðalanga sem vilja heimsækja Ísland eða nýta KEF sem tengistöð við áfangastaði í Evrópu.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að áætlað sé að fyrsta koma verði 29. maí og verði flogið daglega frá heimaflugvelli Alaska Airlines, Seattle-Tacoma (SEA) sem sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada. „Við tökum fagnandi á móti Alaska Airlines sem mun styrkja enn frekar flugtengingar Keflavíkurflugvallar við Norður-Ameríku í gegnum heimavöll þeirra í Seattle. Með þessu mun valkostum þeirra sem vilja heimsækja Ísland og nota KEF sem tengistöð fjölga,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Eftirspurn eftir flugi frá Norður Ameríku heldur áfram að vaxa og koma Alaska Airlines sýnir aðdráttarafl Íslands sem einstaks áfangstaðar og hversu öflug tengistöðin í Keflavík er orðin.“ Keflavíkurflugvöllur verður einn af fyrstu áfangastöðum Alaska Airlines í Evrópu frá og með næsta sumri. „Ísland verður ávallt á óskalista ævintýragjarnra ferðalanga og útivistarfólks, ásamt því að Keflvíkurflugvöllur verður gestum okkar mikilvægur tengipunktur við Evrópu,“ er haft eftir Ben Minicucci, forstjóra Alaska Airlines. Hann segir að með beinu flugi til KEF næsta sumar sé flugfélagið að stíga mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn félagsins um að tengja gesti sína við heiminn með framboði í alþjóðaflugi. Í tilkynningunni segir að Seattle-Tacoma (SEA) sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturströnd Bandríkjanna og víðar í Norður-Ameríku. „Alaska Airlines eru stærsta flugfélag vallarins og bjóða yfir 300 brottfarir daglega til 60 áfangastaða í Norður-Ameríku, meðal annars allra helstu borga vesturstrandar Bandaríkjanna. Með komu Alaska Airlines opnast því betri tengingar fyrir ferðalanga sem vilja heimsækja Ísland eða nýta KEF sem tengistöð við áfangastaði í Evrópu.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira