Viðskipti erlent

Vísbendingar um tvöföldun á olíuverði á árinu

Í olíuviðskiptum þessa dagana eru vísbendingar um að olíuverð muni tvöfaldast á árinu. Þetta skrifar vefsíðan Bloomberg í dag og nefnir sem rökstuðing að fyrirframkaup á olíu en viðskipti með olíutunnuna í 200 dollurum í lok ársins hafa tífaldast á undanförnum tveimur mánuðum.

Ekki eru allir sammála þessu mati Bloomberg eins og t.d. greiningardeild Merrill Lynch sem telur að slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum muni valda því að olíuverðið hrapar frá því sem nú er. Fjárfestar virðast ekki sammála þessu mati Merrill Lynch ef marka má Bloomberg.

Talið er að eftirspurn eftir olíu muni aukast um 2,5% í ár einkum vegna aukinna kaupa Kínverja á olíu. Verð á olíutunninni um þessar mundir er rúmlega 97 dollarar tunnan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×