Viðskipti innlent

Íslendingar sagðir tapa stórt á sölu bréfa í Capinordic

Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property.

Hópur evrópskra fjárfesta hefur keypt síðustu bréf fasteignafélagsins Keops í fjármálafyrirtækinu Capinordic. Danska viðskiptablaðið Börsen, segir að Íslendingarnir á bakvið Keops, Stoðir, eða Landic property, eins og það heitir raunar í dag, hafi tapað gríðarlega á fjárfestingunni. Börsen segir að salan á hlutunum í Capinordic hafi kostað Landic(Stoðir) um milljarð íslenskra króna.

Í blaðinu er greint frá því að Keops hafi í júlí set hluta bréfa sinna í Capinordic fyrir um 250 milljónir íslenskra króna. Annar hluti var síðan seldur í september og á föstudaginn var seldi fyrirtækið síðan þau tólf prósent sem það átti eftir í Capinordic.

Börsen segir að tap íslendinganna af þessum viðskiptum sé að minnsta kosti 100 milljónir danskra króna, sem nemur um einum milljarði íslenskra króna.

Klaus Lund, hjá Keops, segir í samtali við blaðið að salan sé hluti af skipulagsbreytingum hjá fyrirtækinu. Ætlunin sé að einblína á fasteignaviðskipti og því hafi verið ákvðeðið að losa fyrirtækið út úr fjármálafyrirtækinu Capinordic. Hann segist ekki vilja tjá sig um verð á bréfunum í Capinordic, en hann segir Keopsmenn hafa verið sátta við fjárfestinguna.

Ekki náðist í Skarphéðinn berg Steinarsson, stjórnarformann Landic property.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×