Fleiri fréttir

Kasper,Jesper og Jónatan, loksins á Íslandi !

Þorvaldur Skúlason skrifar

Öll könnumst við, við leikrit Thorbjörns Egner um ræningjana þrjá í Kardemommubænum sem fengu mann til hlægja óspart af því sem þeir gerðu af sér. Og ekki hló maður minna þegar Soffía frænka fór að skipta sér af þeim og reyndi að „ siða" þá til eins vel og hún gat„fussusveijaði" út í eitt yfir því sem þeir virtust hafa gert af sér. Sebastían bæjarfógeti, var yfirleitt ekki langt undan, svona hálfhræddur við þetta allt saman og þorði yfirleitt alls ekki að taka fram fyrir hendurnar á Soffíu frænku þó ! Það mætti kannski segja að ræningjarnir nú í þessu leikriti sem við öll höfum verið vitni af sérstaklega síðustu 5-6 árin hafi verið aðeins fleiri en þeir Kasper, Jesper og Jónatan og Soffía frænka ( Ingibjörg Sólrún ) siðaði þá ekkert til í þessu dýrasta leikriti Íslandssögunnar fyrr og síðar. Né hefur Sebastian bæjarfógeti ( Geir Haarde) enda ekta norðmaður þar á ferð ekki þorað að „fussusveija" á einn né neinn ! og alls ekki sinn fyrrverandi „Foringja"

Með þinni hjálp

Jónas Þórir Þórisson skrifar

Hin árlega jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. Eins og undanfarin ár hafa gíróseðlar verið sendir inn á heimili landsmanna að upphæð kr. 2.500. Yfirskrift söfnunarinnar er Vilt þú hjálpa?

Í hvaða sæti er barnið þitt?

Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar

Á hverju ári slasast yfir 20 börn sex ára og yngri sem eru farþegar í bílum. Með réttum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Í 71. grein umferðarlaga segir m.a.

Háskalegt óréttlæti

Benedikt Sigurðsson skrifar

Verðmæti íslensku krónunnar hefur verið stórlega ofmetið um margra missera skeið. Eignaverðsbólan var keyrð áfram með glæpakenndu viðskiptalíkani fjárfestingarfélaga og einkavinavæddra banka. Þar voru stundaðir viðskiptahættir sem minna óhuggulega mikið á ENRON skandalinn fræga. Hrun efnahagskerfis Íslands er staðreynd og engin eign sem stóð hér fyrir nokkrum vikum stenst það verðgildi sem á henni var bara í september sl.

Forsendur framtíðarárangurs

Vlad Vaiman skrifar

Margt hefur verið sagt um ástandið á Íslandi og hvað kunni að hafa valdið því. Þjóðin stendur nú frammi fyrir fjölmörgum alvarlegum vandamálum – mikilli verðbólgu, veikum gjaldmiðli, atvinnuleysi o.fl. Ég tel þó víst að öll þessi vandamál leysist á tiltölulega skömmum tíma. Miklu verra mál, sem mun þjaka íslensk fyrirtæki um nokkra hríð, er það gjaldþrot sem orðstír þjóðarinnar hefur beðið. Fram til þessa hefur vörumerkið „Ísland“ komið íslenskum fyrirtækjum til góðs, en nú munu fyrirtæki þurfa að takast á við þá neikvæðu ímynd sem loðir við Ísland.

Um lífeyrissjóði og peningamál

Gunnar Tómasson skrifar

Fyrir aldarfjórðungi fundaði ég nokkru sinnum með Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, og Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dagsbrúnar, um landsins gagn og nauðsynjar. Á einum fundinum komu m.a. íslenzk lífeyrissjóðsmál til umræðu – mál þar sem hagsmunir lífeyrissjóðsmeðlima standa og falla með ágæti þeirra hugmynda sem endurspeglast í peningahagfræði síðustu tveggja alda.

Fleiri nýjar hendur á plóginn

Karítas Guðmundsdóttir skrifar

Nú þegar við sitjum á rústum hagkerfis okkar fer ekki hjá því að neikvætt tal komi sálarlífi landsmanna illa. Margir eru á barmi gjaldþrots og er biðin eftir aðgerðum forystumanna þjóðfélagsins illþolanleg.

Lærum af sögunni

Grímur Hákonarson skrifar

Fyrir nokkrum árum síðan var mikil umræða í þjóðfélaginu um „dreifða eignaraðild“. Flestir virtust sammála um að tryggja þyrfti dreifða eignaraðild að helstu fyrirtækjum þjóðarinnar til að koma í veg fyrir samþjöppun valds og hugsanlega misnotkun í krafti stærðar.

Uppgjörið er margþætt

Birgir Hermannsson skrifar

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra og núverandi forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar setti á laugardaginn ofaní við það fólk sem vill að einhver beri ábyrgð á hruni bankanna. Með heldur hrokafullu yfirlæti segir hann fólki frekar að líta í eigin barm og taka ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi, skoðunum eða skoðanaleysi.

Hvað ef Ísland tekur einhliða upp evru?

Michael Emerson skrifar

Ísland leitar nú logandi ljósi leiða til að koma skikki á fjármála- og efnahagsástandið. Landið hefur gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tveggja milljarða dollara lán (og fær fyrir vikið há lán frá öðrum til viðbótar). Ríkisstjórnin hefur útvegað háar fjárhæðir til bjargar bönkunum heima fyrir og hefur sest að samningaborðum um hvernig verði staðið við erlendar skuldbindingar.

Krónan og árið kvatt

Árni Árnason skrifar

Heiðar M. Guðjónsson og Ársæll Valfells leggja til í grein í Fréttablaðinu 2. desember sl. að við Íslendingar tökum upp aðra mynt hinn 1. febrúar 2009. Að mínu mati er gamlársdagur í ár heppilegri dagsetning eins og Kristinn Pétursson leggur til í grein í Morgunblaðinu daginn áður.

Æxli takk en engar bólur

Þorsteinn Hilmarsson skrifar

Sverrir Jakobsson skrifar í Fréttablaðið 2. desember og kvartar undan óvandaðri umfjöllun um ástæður fjármálakreppunnar íslensku. Hann lýsir þremur „bólum“ sem blásnar hafi verið upp og hann telur hafa valdið uslanum. Eina þeirra segir hann vera virkjunarframkvæmdir.

Morðgátan um Kaupþing

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku.

Tólf spor í rétta átt

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi.

Fjögur tonn af sparifatnaði

Rauði krossinn þakkar öllum þeim sem „gáfu af sér“ laugardaginn 22. nóvember í Sparifatasöfnun félagsins. Landsmenn sýndu hug í verki, rýmdu til í skápum og mættu með fulla poka af sparifatnaði á tiltekna móttökustaði.

Skemmri og lengri tíma lausnir á gjaldeyrisvanda

Alþingi Íslands setti á mjög ströng gjaldeyrishöft í síðustu viku og fól Seðlabanka Íslands framfylgd þeirra. Það var látið fylgja að þessar aðgerðir væru með vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Til skamms tíma geta áhrifin verið jákvæð. Gengi krónunnar getur styrkst umtalsvert, sem lækkar verðbólgu og minnkar afborganir og höfuðstól erlendra lána mælt í krónum.

Að kunna til verka

Fréttir í breskum fjölmiðlum af því að meira en 100 opinberar stofnanir, svo sem sveitarfélög, lögregluumdæmi, opinber samgöngufyrirtæki og fleiri aðilar þar í landi hefðu lagt peninga á íslenska bankareikninga og ef til vill tapað nærri tvö hundruð milljörðum íslenskra króna á ævintýrinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin þar í landi hafa tekið upp samstarf á sviði almannatengsla og hagsmunagæslu.

Fullvalda skáldskapur

Í dag eru 90 ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Um skeið virtust merkisafmæli í sögu þjóðarinnar hafa misst erindi sitt við venjulegt fólk. Þegar fortíðin knúði dyra á sparifötunum fannst almenningi hún lítill aufúsugestur. Nú ber annað við. Á þeim örlagatímum sem við nú lifum er fortíðin skyndilega nákomin og kær, samanburður við hana eðlilegur. Því er 1. desember 2008 táknrænn dagur, ekki aðeins fyrir þjóðfrelsi Íslendinga, heldur einnig fyrir enduruppgötvun Íslendinga á menningu sinni, hefðum og tungumáli sem virðast einu haldreipin.

Að skipta minnkandi köku

Það hafa tapast verðmæti út úr hagkerfinu, kakan sem til skiptanna er hefur minnkað umtalsvert, eða kannski bara fallið þar sem hún var hol að innan. Því stöndum við frammi fyrir því verkefni hvernig skipta eigi minni köku. Þá er í mörg horn að líta.

Úrbæturnar hrökkva skammt

Valur Þráinsson skrifar

Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint.

Nú reynir á nýsköpun í atvinnulífi

Á síðustu dögum hefur allt verið á fleygiferð í landi okkar. Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda sem verður ekki leystur nema með samheldni, baráttu og einhug.

Um gjaldeyrislögin

Nýsamþykkt lög um breytingu laga um gjaldeyrismál vekja spurningar. Sérstaklega heimildarákvæði Seðlabankans um reglusetningu um gjaldeyrisskil, en það hljómar svo: „Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt.“

Vandinn lá í stefnunni

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir.

Opið bréf til formanns SVÞ

Kæra Hrund. Í bréfi þínu til félagsmanna Samtaka verslunar og þjónustu í dag varðandi það álitaefni hvort Samtök atvinnulífsins eigi að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru eru alvarlegri ásakanir og rangfærslur en við verður búið.

Siðlaus þjóðkirkjulög

Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar

Síðastliðinn sunnudag flutti ég útvarpspredikun. Vegna viðbragða biskupsstofu vil ég árétta eftirfarandi. Stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um verndun evangelískrar lúterskrar kirkju.

Engin kreppa á Akureyri

Satt að segja bjóst ég ekki við því að ég yrði útilokaður frá því að skrifa greinar í blaðið Vikudag hér á Akureyri og er ég spurði ritstjórann, Kristján Kristjánsson, hverju þetta sætti svaraði hann: Þú ert búinn með kvótann, Hjörleifur. Ég hafði skrifað nokkrar greinar í Vikudag á árinu og í sumum þeirra hafði ég verið gagnrýninn á störf meirihluta bæjarstjórnar en ekki svo að ég yrði sviptur ritfrelsi eins og í einræðisríki væri. Hafa ekki allir leyfi til að gagnrýna? Mér þótti þetta táknrænt vegna þess að undirritaður stofnsetti og rak Vikudag í u.þ.b. 10 ár og var ritstjóri blaðsins síðustu árin, en það skiptir svo sem engu máli héðan í frá, ég bara hugsa til þess að samkvæmt samningi þegar ég seldi Vikudag má ég byrja að gefa út sjálfur um nk. áramót.

Fjölgun farþega og ferða hjá Strætó

Það er margt ánægjulegt að gerast hjá Strætó bs þessa dagana. Aukning hefur orðið í farþegafjölda og ljóst er að þegar harðnar á dalnum líta margir til þess að nýta sér þann frábæra og ódýra samgöngumáta sem strætó er. Gjaldskrá Strætó verður óbreytt sem ætti að koma sér vel hjá mörgum um þessar mundir. Gerðar hafa verið ítarlegar talningar á notkun strætó undanfarið og hafa talningar sýnt að nú síðustu mánuði hefur farþegum fjölgað. Fjölgunin á sér helst stað á annatímum og því nauðsynlegt að auka við þjónustuna á sumum leiðum á annatíma með því að setja inn aukavagna. Það sést vel á súluriti hér að neðan hvernig notkunin er á vögnunum miðað við mismunandi tíma dags.

Flokkshagsmunir gegn þjóðarhagsmunum

Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið þvert í vegi fyrir því að þjóðin gæti látið á það reyna, hvort brýnustu þjóðarhagsmunum væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru?

Merkileg bók um listamann

Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka).

Lausn undan verðtryggingu

Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn.

Frestur er á öllu bestur

Benedikt Jóhannesson skrifar

Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið.

Yfirtók ríkið gömlu bankana?

Ástráður Haraldsson skrifar

Fall bankanna lagði próf fyrir stjórnvöld. Hvernig tekst að leysa úr ræður miklu um hvernig okkur reiðir af á næstu árum. Affarasælast er frammi fyrir erfiðum verkefnum að halda haus og vinna af einurð og heiðarleika. Það sem átti að gera var einfaldlega að segja satt og fara að lögum. Verkar ekki flókið. Líklega falla stjórnvöld samt á prófinu. Í stað þess að fara að lögum hafa þau keppst við að hanna undanþágur frá lögum. Alþingi hefur haft það hlutverk að ljá undanþágunum formlegt lagagildi. Útaf þessu varð Icesave að óleysanlegu vandamáli. Útaf þessu gæti stofnast til ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkisins á skuldum bankanna.

Ber enginn pólitíska ábyrgð?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í stjórnmálum á Íslandi á lýðveldistímanum. Síðastliðin sautján ár hefur flokkurinn farið með allt í senn forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórn Seðlabankans (í persónum tvegga fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur). Þar með ber Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega höfuðábyrgð á þeirri efnahagsstefnu, sem nú hefur beðið algert skipbrot.

Með hnullung í skónum

Jafet S. Ólafsson skrifar

Fyrir þremur mánuðum ritaði ég grein í Markaðinn, sem bar yfirskriftina „Með stein í skónum" en það er titillinn á smásagnasafni sem Ari Kr. Sæmundsen stórkaupmaður sendi frá sér í sumar, skemmtilegar sögur.

Misskilningur um makrílveiðar

Sigurður Sverrisson skrifar

Þeim ásökunum var haldið fram í frétt á vefsíðu BBC þann 10. nóvember sl. að íslensk skip hefðu veitt fimmfalt meira magn af makríl en kvóti þeirra segir til um. Þetta er mikill misskilningur.

Sakamannasamfélagið

Brynjar Níelsson skrifar

Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu.

Af hverju bankaleynd

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga.

Að kenna gömlum hundi að sitja

Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna.

Trúnaðarmenn SFR

SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu er með um 7000 félagsmenn og hefur á að skipa um 250 trúnaðarmönnum sem saman mynda trúnaðarmannaráð. Trúnaðarmenn eru lífæð stéttarfélagsins og tenging okkar við vinnustaði félagsmanna. Öflugt trúnaðarmannakerfi er lykillinn að farsælu starfi innan stéttarfélagsins og viljum við því hnykkja á mikilvægi þess að kosnir séu trúnaðarmenn fyrir hönd félagsmanna SFR á öllum vinnustöðum.

Ný gildi á Íslandi

Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum.

Björk fær slæma ráðgjöf

Í samantekt Dr. Karls Karlssonar fyrir líftæknihóp Bjarkar sem birt var í Fréttablaðinu 15. nóv. s.l. eru þau tilmæli á borð borin að styrkja beri líftækni á Íslandi með mun meira fjármagni úr vösum skattgreiðenda og með straumlínulagaðra regluverki. Þessi formúla mun hvorki þjóna þjóðfélagi okkar né vísindunum.

Athugasemdir við grein Helga Hjörvars

Ingimundur Friðriksson. skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2008 rekur Helgi Hjörvar alþingismaður 23 atriði sem hann telur sýna fram á stjarnfræðilegt vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans. Hér skal aðeins í örstuttu máli brugðist við athugasemdum Helga í sömu töluröð og þær voru í grein hans.

Hér segir frá vondu fólki

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið.

Vandinn er heimatilbúinn

Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hrun bankakerfisins eigi einna helst orsök í óviðráðanlegum ytri aðstæðum. Annars vegar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og hins vegar vegna kerfisvillu í evrópsku reglugerðaverki um innstæðutryggingar.

Sjá næstu 50 greinar