Hér segir frá vondu fólki Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. nóvember 2008 07:00 Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið. Ég man þó ekki eftir öðru en sú skoðun hafi ávallt verið mjög eindregin; jafnvel ríkjandi; að alltaf hafi á þessu tímabili valist til setu á þjóðþinginu vont fólk, vanhæft og spillt og á allt of háum launum. Þannig hefur a.m.k. umræðan verið Þó fólk af þessu tagi hafi jafnan horfið á braut í talsverðum hópum ekki síðar en á fjögurra ára fresti hefur aldrei neitt skárra fólk komið í staðinn. Í heil fjörutíu ár. Merkileg sú þjóð sem aldrei getur valið sér nema vont fólk til starfa á löggjafarsamkomu sinni. Eins og sagt er þó að mikið sé til af hæfu og góðu fólki sem sé miklu betur til starfans fallið en það fólk, sem þjóðin hefur valið. Meira að segja sá stóri hópur fjölmiðlafólks, sem setið hefur á Alþingi, hefur ekkert reynst vera skárra fólk en aðrir. Slík er ógæfa þjóðarinnar að meira að segja úr hópi mestu gagnrýnendanna hefur aldrei tekist að velja nema versta fólkið. Meira en tímabært að spurt sé hvort ekki sé rétt að menn hætti að velja sér löggjafarsamkomu með þessum hætti. Hvort ekki muni gefa miklu betri raun að þjóðþingið sé einfaldlega skipað þeim, sem skipa sig bara sjálfir? Er ekki orðið fullreynt að brúka kosningar? Þær skila engu nema vondu fólki. Ólánssöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu. Bönnum rotnu og spilltu flokkana!Þá er það flokkakerfið. Það hefur nú alltaf verið rotið og gegnumspillt. Þó hefur þjóðin alltaf af og til verið að reyna að stofna nýja flokka. Ég man í svipinn eftir Lýðræðisflokknum, Þjóðvarnarflokknum, Borgaraflokknum, Bandalagi jafnaðarmanna, 0-flokknum og Þjóðvaka; nýjum flokkum sem þjóðin hafnaði. Gömlu flokkunum langlífu; Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi; sem nú eru dauðir. Íslandshreyfingunni, sem engu náði fylgi. Af fimm stjórnmálaflokkum, sem nú sitja á Alþingi, er einn á táningsaldri; Frjálslyndi flokkurinn; og tveir á barnsaldri; Samfylkingin og Vinstri grænir. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir til þess að virkja félagafrelsið til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka hafa þeir alltaf reynst vera rotnir og gegnumspilltir. Er ekki orðið fullreynt? Er ekki kominn tími til þess hreinlega að banna þessa flokkastarfsemi? Og þá að sjálfsögðu í nafni lýðræðisins. Það hefur svo sem verið gert bæði fyrr og síðar í öðrum löndum. Að banna stjórnmálaflokka. Í nafni lýðræðisins. Burtu með þingræðið!Og ríkisstjórnin! Hafa ekki allar ríkisstjórnir í landinu brugðist? Ekki man ég betur en sú skoðun hafi verið mjög ofarlega; jafnvel efst á baugi og mjög almenn í þessi fjörutíu ár. Þessar ríkisstjórnir hafa verið sagðar selja sjálfstæði þjóðarinnar a.m.k. fjórum sinnum í mínu fjörutíu ára pólitíska minni og geri aðrar ríkisstjórnir betur! Að minnsta kosti jafnoft hafa þær verið skipaðar einstaklingum, sem þjóðarsálin jafnvel sakaði um landráð og landsölu. Svo ekki sé talað um svikarana, lygarana og ómerkingana. Er nú ekki nóg komið? Er nú ekki fullreynt? Skipum utanþingsstjórn! Hvað er nú það? Það er jú stjórn skipuð fólki sem þjóðin hefur ekki kjörið á þing! Sum sé góðu fólki. En sú stjórn getur ekkert gert ef hún nýtur ekki stuðnings þingsins. Það er sú skipan mála, sem við Íslendingar höfum og kallast þingræði! Virkilega?!? Þá afnemum við þetta þingræði. Förum barasta fylktu liði inn í Alþingishúsið og hendum þessu þingliði út á götu. Lýðræðið þarf á því að halda! Þetta á sér líka fordæmi frá öðrum þjóðum. Þar var það líka gert í nafni lýðræðisins. Heimskan gegn vanhæfni og spillingu!Á leiðinni í vinnuna í morgun hlýddi ég á unga menn ræða saman í útsendingu einnar útvarpsstöðvarinnar. Þeir töluðu til skiptis um lýðræði og lýðveldi og virtust halda að þau orð þýddu slíkt hið sama og hvorugt hafði hjá þeim þá merkingu, sem mér var kennt af vondu fólki að þau þýddu hvort um sig. Þessir ungu menn voru að gefa þjóðinni ráð í þrengingum hennar í krafti þekkingar sinnar. Þeir höfðu auðheyrilega ekki haft jafn náin kynni af því sem vont fólk aðhefst og vesalingurinn ég í mínu fjörutíu ára brambolti innan um slíkt fólk og þau heimskulegu viðhorf, sem þar eru höfð að leiðarljósi. Heimskan, sem minn gamli vinur og félagi Vilmundur Gylfason sagði að væri áttunda dauðasyndin. Vonandi bætist nú sú höfuðsynd, heimskan, ekki ofan á spillingu og vanhæfni þess vonda fólks, sem þjóðin hefur valið úr hópi sínum til þess að leiðsegja sér það sem af er lýðveldistímanum. Fyrr má nú rota en dauðrota! Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið. Ég man þó ekki eftir öðru en sú skoðun hafi ávallt verið mjög eindregin; jafnvel ríkjandi; að alltaf hafi á þessu tímabili valist til setu á þjóðþinginu vont fólk, vanhæft og spillt og á allt of háum launum. Þannig hefur a.m.k. umræðan verið Þó fólk af þessu tagi hafi jafnan horfið á braut í talsverðum hópum ekki síðar en á fjögurra ára fresti hefur aldrei neitt skárra fólk komið í staðinn. Í heil fjörutíu ár. Merkileg sú þjóð sem aldrei getur valið sér nema vont fólk til starfa á löggjafarsamkomu sinni. Eins og sagt er þó að mikið sé til af hæfu og góðu fólki sem sé miklu betur til starfans fallið en það fólk, sem þjóðin hefur valið. Meira að segja sá stóri hópur fjölmiðlafólks, sem setið hefur á Alþingi, hefur ekkert reynst vera skárra fólk en aðrir. Slík er ógæfa þjóðarinnar að meira að segja úr hópi mestu gagnrýnendanna hefur aldrei tekist að velja nema versta fólkið. Meira en tímabært að spurt sé hvort ekki sé rétt að menn hætti að velja sér löggjafarsamkomu með þessum hætti. Hvort ekki muni gefa miklu betri raun að þjóðþingið sé einfaldlega skipað þeim, sem skipa sig bara sjálfir? Er ekki orðið fullreynt að brúka kosningar? Þær skila engu nema vondu fólki. Ólánssöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu. Bönnum rotnu og spilltu flokkana!Þá er það flokkakerfið. Það hefur nú alltaf verið rotið og gegnumspillt. Þó hefur þjóðin alltaf af og til verið að reyna að stofna nýja flokka. Ég man í svipinn eftir Lýðræðisflokknum, Þjóðvarnarflokknum, Borgaraflokknum, Bandalagi jafnaðarmanna, 0-flokknum og Þjóðvaka; nýjum flokkum sem þjóðin hafnaði. Gömlu flokkunum langlífu; Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi; sem nú eru dauðir. Íslandshreyfingunni, sem engu náði fylgi. Af fimm stjórnmálaflokkum, sem nú sitja á Alþingi, er einn á táningsaldri; Frjálslyndi flokkurinn; og tveir á barnsaldri; Samfylkingin og Vinstri grænir. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir til þess að virkja félagafrelsið til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka hafa þeir alltaf reynst vera rotnir og gegnumspilltir. Er ekki orðið fullreynt? Er ekki kominn tími til þess hreinlega að banna þessa flokkastarfsemi? Og þá að sjálfsögðu í nafni lýðræðisins. Það hefur svo sem verið gert bæði fyrr og síðar í öðrum löndum. Að banna stjórnmálaflokka. Í nafni lýðræðisins. Burtu með þingræðið!Og ríkisstjórnin! Hafa ekki allar ríkisstjórnir í landinu brugðist? Ekki man ég betur en sú skoðun hafi verið mjög ofarlega; jafnvel efst á baugi og mjög almenn í þessi fjörutíu ár. Þessar ríkisstjórnir hafa verið sagðar selja sjálfstæði þjóðarinnar a.m.k. fjórum sinnum í mínu fjörutíu ára pólitíska minni og geri aðrar ríkisstjórnir betur! Að minnsta kosti jafnoft hafa þær verið skipaðar einstaklingum, sem þjóðarsálin jafnvel sakaði um landráð og landsölu. Svo ekki sé talað um svikarana, lygarana og ómerkingana. Er nú ekki nóg komið? Er nú ekki fullreynt? Skipum utanþingsstjórn! Hvað er nú það? Það er jú stjórn skipuð fólki sem þjóðin hefur ekki kjörið á þing! Sum sé góðu fólki. En sú stjórn getur ekkert gert ef hún nýtur ekki stuðnings þingsins. Það er sú skipan mála, sem við Íslendingar höfum og kallast þingræði! Virkilega?!? Þá afnemum við þetta þingræði. Förum barasta fylktu liði inn í Alþingishúsið og hendum þessu þingliði út á götu. Lýðræðið þarf á því að halda! Þetta á sér líka fordæmi frá öðrum þjóðum. Þar var það líka gert í nafni lýðræðisins. Heimskan gegn vanhæfni og spillingu!Á leiðinni í vinnuna í morgun hlýddi ég á unga menn ræða saman í útsendingu einnar útvarpsstöðvarinnar. Þeir töluðu til skiptis um lýðræði og lýðveldi og virtust halda að þau orð þýddu slíkt hið sama og hvorugt hafði hjá þeim þá merkingu, sem mér var kennt af vondu fólki að þau þýddu hvort um sig. Þessir ungu menn voru að gefa þjóðinni ráð í þrengingum hennar í krafti þekkingar sinnar. Þeir höfðu auðheyrilega ekki haft jafn náin kynni af því sem vont fólk aðhefst og vesalingurinn ég í mínu fjörutíu ára brambolti innan um slíkt fólk og þau heimskulegu viðhorf, sem þar eru höfð að leiðarljósi. Heimskan, sem minn gamli vinur og félagi Vilmundur Gylfason sagði að væri áttunda dauðasyndin. Vonandi bætist nú sú höfuðsynd, heimskan, ekki ofan á spillingu og vanhæfni þess vonda fólks, sem þjóðin hefur valið úr hópi sínum til þess að leiðsegja sér það sem af er lýðveldistímanum. Fyrr má nú rota en dauðrota! Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun