Ný gildi á Íslandi 24. nóvember 2008 04:30 Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum. Þjóð sem átti nánast skuldlausan ríkissjóð um síðustu áramót horfir nú upp á stórauknar skuldir þjóðarbúsins vegna græðgisvæðingar útrásarvíkinganna. Það er með miklum ólíkindum að bankarnir skuli hafa náð að skuldsetja sig jafn mikið og raunin varð. Það var löngu orðið ljóst að íslenska hagkerfið hafði enga burði til að standa undir ofvexti íslensku bankana enda voru þeir búnir að vaxa 12 falt umfram þjóðarframleiðslu. Íslenskri alþýðu þessa lands ofbauð þau ofurlaun sem æðstu stjórnendur fjármálageirans fengu. Nægir að nefna í því sambandi laun bankastjóra Kaupþings upp á 64 milljónir á mánuði, árslaun sem námu rúmum 700 milljónum króna, eða þegar bankastjóri Glitnis fékk 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá nýjum banka. Þegar verkalýðshreyfingin og fleiri aðilar gagnrýndu kaupréttarsamninga, bónusa og önnur ofurlaun hjá starfsmönnum fjármálastofnana þá komu skýr svör frá þeim aðilum: ykkur grálúsuga almúganum kemur þetta ekkert við. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur, okkur kom þetta svo sannarlega við. Ég tala nú ekki um þegar þessir snillingar eru búnir að veðsetja íslenska þjóð uppí rjáfur á erlendri grundu og það án vitundar megin þorra almennings þessa lands. Búið var að veðsetja íslenska þjóð fyrir allt að 640 milljarða vegna Icesave reikninga Landsbankans. Ríkisstjórn Íslands hefur nú gengið frá óútfylltum tékka vegna Icesave reikninga og getur sá tékki numið allt að 640 miljörðum, fer allt eftir því hversu langt eignir Landsbankans ganga uppí þessa skuld. Á þessari stundu veit enginn hver hinn endalega upphæð verður sem við og næstu kynslóðir þurfum að greiða vegna græðgisvæðingar þessara manna. Það á að vera skýlaus krafa að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankanna. Það á líka að vera skýlaus krafa að þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig allir þeir eftirlitsaðilar sem brugðust hlutverki sínu. Við vitum hvað gerist ef skipstjóri á skuttogara sofnar á sinni vakt og siglir skipi sínu uppí brimgarð. Jú, hann er sviptur skipstjórnarréttindum tafarlaust og er dæmdur af dómstólum fyrir vítavert gáleysi í starfi. En þeir aðilar sem standa við stýrið á þjóðarskútunni og sigla á 12 mílna ferð beint uppí stórgrýttan brimgarðinn með skelfilegum afleiðingum fyrir allan almenning í þessu landi virðast ekki ætla að axla neina ábyrgð. Allir þessir aðilar segja: ekki benda á mig! Krafa almennings er sú að hér verði tekin upp ný gildi í íslensku samfélagi, gildi sem lúta ekki að græðgi, sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og hroka í garð almennings. Þessi nýju gildi eiga að lúta að réttlæti, jöfnuði og virðingu. Það er klárt mál að það þarf að fara fram uppgjör í þessu samfélagi vegna þess stórslyss sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Slíkt uppgjör getur ekki farið fram nema að boðað verði hér til kosninga og það í síðasta lagi í mars eða apríl. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum. Þjóð sem átti nánast skuldlausan ríkissjóð um síðustu áramót horfir nú upp á stórauknar skuldir þjóðarbúsins vegna græðgisvæðingar útrásarvíkinganna. Það er með miklum ólíkindum að bankarnir skuli hafa náð að skuldsetja sig jafn mikið og raunin varð. Það var löngu orðið ljóst að íslenska hagkerfið hafði enga burði til að standa undir ofvexti íslensku bankana enda voru þeir búnir að vaxa 12 falt umfram þjóðarframleiðslu. Íslenskri alþýðu þessa lands ofbauð þau ofurlaun sem æðstu stjórnendur fjármálageirans fengu. Nægir að nefna í því sambandi laun bankastjóra Kaupþings upp á 64 milljónir á mánuði, árslaun sem námu rúmum 700 milljónum króna, eða þegar bankastjóri Glitnis fékk 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá nýjum banka. Þegar verkalýðshreyfingin og fleiri aðilar gagnrýndu kaupréttarsamninga, bónusa og önnur ofurlaun hjá starfsmönnum fjármálastofnana þá komu skýr svör frá þeim aðilum: ykkur grálúsuga almúganum kemur þetta ekkert við. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur, okkur kom þetta svo sannarlega við. Ég tala nú ekki um þegar þessir snillingar eru búnir að veðsetja íslenska þjóð uppí rjáfur á erlendri grundu og það án vitundar megin þorra almennings þessa lands. Búið var að veðsetja íslenska þjóð fyrir allt að 640 milljarða vegna Icesave reikninga Landsbankans. Ríkisstjórn Íslands hefur nú gengið frá óútfylltum tékka vegna Icesave reikninga og getur sá tékki numið allt að 640 miljörðum, fer allt eftir því hversu langt eignir Landsbankans ganga uppí þessa skuld. Á þessari stundu veit enginn hver hinn endalega upphæð verður sem við og næstu kynslóðir þurfum að greiða vegna græðgisvæðingar þessara manna. Það á að vera skýlaus krafa að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankanna. Það á líka að vera skýlaus krafa að þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig allir þeir eftirlitsaðilar sem brugðust hlutverki sínu. Við vitum hvað gerist ef skipstjóri á skuttogara sofnar á sinni vakt og siglir skipi sínu uppí brimgarð. Jú, hann er sviptur skipstjórnarréttindum tafarlaust og er dæmdur af dómstólum fyrir vítavert gáleysi í starfi. En þeir aðilar sem standa við stýrið á þjóðarskútunni og sigla á 12 mílna ferð beint uppí stórgrýttan brimgarðinn með skelfilegum afleiðingum fyrir allan almenning í þessu landi virðast ekki ætla að axla neina ábyrgð. Allir þessir aðilar segja: ekki benda á mig! Krafa almennings er sú að hér verði tekin upp ný gildi í íslensku samfélagi, gildi sem lúta ekki að græðgi, sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og hroka í garð almennings. Þessi nýju gildi eiga að lúta að réttlæti, jöfnuði og virðingu. Það er klárt mál að það þarf að fara fram uppgjör í þessu samfélagi vegna þess stórslyss sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Slíkt uppgjör getur ekki farið fram nema að boðað verði hér til kosninga og það í síðasta lagi í mars eða apríl. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun