Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 16. júlí 2025 08:00 Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Alþingi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar