Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 16. júlí 2025 08:00 Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Alþingi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar