Yfirtók ríkið gömlu bankana? Ástráður Haraldsson skrifar 27. nóvember 2008 06:00 Ástráður Haraldsson skrifar um fall bankanna Fall bankanna lagði próf fyrir stjórnvöld. Hvernig tekst að leysa úr ræður miklu um hvernig okkur reiðir af á næstu árum. Affarasælast er frammi fyrir erfiðum verkefnum að halda haus og vinna af einurð og heiðarleika. Það sem átti að gera var einfaldlega að segja satt og fara að lögum. Verkar ekki flókið. Líklega falla stjórnvöld samt á prófinu. Í stað þess að fara að lögum hafa þau keppst við að hanna undanþágur frá lögum. Alþingi hefur haft það hlutverk að ljá undanþágunum formlegt lagagildi. Útaf þessu varð Icesave að óleysanlegu vandamáli. Útaf þessu gæti stofnast til ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkisins á skuldum bankanna. Yfirtaka FME á stjórnun bankanna varð við aðstæður sem að lögum þýddu að þeir voru gjaldþrota. Þá bar að taka bú þeirra til gjaldþrotaskipta. Þetta var ekki gert og sýnist ekki standa til. FME skipaði nýjar stjórnir og kaus að kalla þær skilanefndir. Það heiti er villandi. Þetta eru nýjar stjórnir félaganna en ekki skilanefndir í skilningi laga. Nú hafa tveir bankanna fengið „greiðslustöðvun". Ekki þó í skilningi gjaldþrotalaga. Til þess uppfylla þeir ekki lagaskilyrði. Greiðslustöðvunin er á grundvelli nýsettra laga um að slík heimild skuli veitt að kröfu FME þótt skilyrði sem fram að þessu hafa gilt um greiðslustöðvun séu ekki til staðar. Sömu lög banna lögsóknir á hendur bönkunum. Ekki hvarflar að mér að þetta standist. Dómstólar munu ekki telja þessa reglu hafa lagagildi og dæma án tillits til hennar. Það sem er hættulegt við vegferð FME með gömlu bankana er að málið er rekið á lögfræðilegu einskismannslandi sem m.a. leiðir til þess að margir standa í þeirri trú að ríkið eigi nú gömlu bankana. Hefur ríkið yfirtekið gömlu bankana? Stóð það til? Ég held ekki. Haldi fram sem horfir er hætta á að þetta verði eigi að síður niðurstaðan. Að stjórnvöld með framgöngu sinni stofni til ótakmarkaðrar ábyrgðar á skuldbindingum gömlu bankanna. Í taugaveiklun og ógáti. Hættum nú þessu rugli. Segjum satt og förum að lögum. Það er alltaf best. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ástráður Haraldsson skrifar um fall bankanna Fall bankanna lagði próf fyrir stjórnvöld. Hvernig tekst að leysa úr ræður miklu um hvernig okkur reiðir af á næstu árum. Affarasælast er frammi fyrir erfiðum verkefnum að halda haus og vinna af einurð og heiðarleika. Það sem átti að gera var einfaldlega að segja satt og fara að lögum. Verkar ekki flókið. Líklega falla stjórnvöld samt á prófinu. Í stað þess að fara að lögum hafa þau keppst við að hanna undanþágur frá lögum. Alþingi hefur haft það hlutverk að ljá undanþágunum formlegt lagagildi. Útaf þessu varð Icesave að óleysanlegu vandamáli. Útaf þessu gæti stofnast til ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkisins á skuldum bankanna. Yfirtaka FME á stjórnun bankanna varð við aðstæður sem að lögum þýddu að þeir voru gjaldþrota. Þá bar að taka bú þeirra til gjaldþrotaskipta. Þetta var ekki gert og sýnist ekki standa til. FME skipaði nýjar stjórnir og kaus að kalla þær skilanefndir. Það heiti er villandi. Þetta eru nýjar stjórnir félaganna en ekki skilanefndir í skilningi laga. Nú hafa tveir bankanna fengið „greiðslustöðvun". Ekki þó í skilningi gjaldþrotalaga. Til þess uppfylla þeir ekki lagaskilyrði. Greiðslustöðvunin er á grundvelli nýsettra laga um að slík heimild skuli veitt að kröfu FME þótt skilyrði sem fram að þessu hafa gilt um greiðslustöðvun séu ekki til staðar. Sömu lög banna lögsóknir á hendur bönkunum. Ekki hvarflar að mér að þetta standist. Dómstólar munu ekki telja þessa reglu hafa lagagildi og dæma án tillits til hennar. Það sem er hættulegt við vegferð FME með gömlu bankana er að málið er rekið á lögfræðilegu einskismannslandi sem m.a. leiðir til þess að margir standa í þeirri trú að ríkið eigi nú gömlu bankana. Hefur ríkið yfirtekið gömlu bankana? Stóð það til? Ég held ekki. Haldi fram sem horfir er hætta á að þetta verði eigi að síður niðurstaðan. Að stjórnvöld með framgöngu sinni stofni til ótakmarkaðrar ábyrgðar á skuldbindingum gömlu bankanna. Í taugaveiklun og ógáti. Hættum nú þessu rugli. Segjum satt og förum að lögum. Það er alltaf best. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar