Björk fær slæma ráðgjöf 24. nóvember 2008 04:00 Reglugerðir eru ekki ógnun, heldur vísa þær veginn til heilbrigðara þjóðfélags og vísinda. Í samantekt Dr. Karls Karlssonar fyrir líftæknihóp Bjarkar sem birt var í Fréttablaðinu 15. nóv. s.l. eru þau tilmæli á borð borin að styrkja beri líftækni á Íslandi með mun meira fjármagni úr vösum skattgreiðenda og með straumlínulagaðra regluverki. Þessi formúla mun hvorki þjóna þjóðfélagi okkar né vísindunum.Ísland þarf óháða vísindastofnun Það er óhætt að taka undir þá skoðun að æskilegt sé að styrkja rannsóknir og þróun með fjármagni opinberra eða óháðra aðila, því með óháðri fjármögnun er líklegra að öryggi og gæði verði meginhvatar vísindastarfs. En háskólar eru ekki réttur vettvangur til að sjá um áhættumat á hagnýtingu líftækni. Og ungum vísindamönnum hættir til að einblína á kosti nýrrar tækni og horfa framhjá áhættu, sem hún hefur í för með sér. Hér á landi er brýn þörf á rannsóknastofnun með þrautþjálfuðum og vel launuðum vísindamönnum, sem eru óháðir líftækniiðnaðinum og treysta má að geri óvilhallt mat á umsóknum um hagnýt líftækniverkefni. Slík stofnun gæti veitt vísindalega ráðgjöf til stjórnstofnana sem bera ábyrgð á leyfisveitingum til líftæknifyrirtækja, og gæti upplýst yfirvöld um með hvaða hætti eftirlit og stjórnun áhættu á þessu sviði verði best formfest í reglugerðum. Gott dæmi um slíka stofnun er norska rannsóknastöðin í genavistfræði (GenØk).Andstaða við reglugerðir vanhugsuð Krafan um straumlínulaga regluverk lætur vel í eyrum margra vegna landlægrar andstöðu við reglugerðir. En minnumst þess að megin orsök fjármálakreppunnar var skortur á lagareglum og eftirliti. Fyrirtækjum mislíkar oft reglugerðir og reyna hvað þau geta að komast fram hjá þeim. Þau þurfa að skila arði af fjárfestingum og án reglugerða selja þau nýjungar áður en þær eru fullþróaðar og áður en öryggi þeirra er tryggt. Erfðabreytt matvæli eru gott dæmi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur við umsóknum þarlendra fyrirtækja sem hyggjast rækta eb-plöntur, án þess að láta fara ofan í saumana á þeim. Leyfi eru gefin út á þeim forsendum að fyrirtækin sem sækja um hafi gert nægar rannsóknir til að tryggja öryggi viðkomandi ræktunar. Í reynd stýrir iðnaðurinn sér sjálfur, - með hörmulegum afleiðingum fyrir bandarískan landbúnað, útflutning og umhverfið.Að fjármagna fyrirheit í stað vísinda Allt frá því að Reagan komst til valda hefur bandarískum líftæknifyrirtækjum tekist að tryggja sér gríðarlega fjármuni frá hinu opinbera á grundvelli loforðalista. Engin þessara fyrirheita hafa þó staðist. Eb-afurðir leiddu ekki til minni eiturefnanotkunar - þvert á móti jókst hún. Þær juku ekki uppskeru - og í mörgum tilvikum minnkaði hún. Hvarvetna sem eb-plöntur hafa verið ræktaðar hafa þær mengað aðra ræktun. DNA hefur borist úr leifum eb-plantna út í jarðveg og eyðilagt með því frjósemi jarðvegs og mengað grunnvatn. Eb-plöntur hafa víxlfrjóvgast við villtar plöntur og myndað þannig ofurillgresi. Skordýr hafa breyst í ofurskordýr eftir að hafa innbyrt Bt-eitrið úr eb- maís- og bómullarplöntum. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa a.m.k. þrívegis dæmt landbúnaðarráðuneytið fyrir ófullnægjandi eftirlit með eb-ræktun, og fjöldi bænda á í málaferlum við líftæknifyrirtæki um ræktunarréttindi. Mörg sambandsríki reyna nú að draga úr tökum líftæknifyrirtækja á landbúnaðinum og kröfur neytenda leiddu til þess að Barak Obama lýsti yfir að merkja beri eb-matvæli.Evrópa gefur rétta fordæmið Evrópuþjóðir viðurkenna það sem Bandaríkin eru nú að átta sig á - að reglugerðir eru óhjákvæmilegur þáttur í lýðræði og jafnframt virkasta tækið til að vernda alþjóðaviðskipti. ESB hefur sett ítarlegar reglur um erfðabreyttar lífverur vegna þess að varúðarreglan, sem er grunnatriði í löggjöf ESB, er álitin hin rökrétta leið til að stjórna nýrri tækni. Kröfur líftæknifyrirtækja um minna regluverk munu aldrei þagna, en vel upplýst stjórnvöld munu standast þann þrýsting. Reglugerðir eru ekki ógnun, heldur vísa þær veginn til heilbrigðara þjóðfélags - og vísinda. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Reglugerðir eru ekki ógnun, heldur vísa þær veginn til heilbrigðara þjóðfélags og vísinda. Í samantekt Dr. Karls Karlssonar fyrir líftæknihóp Bjarkar sem birt var í Fréttablaðinu 15. nóv. s.l. eru þau tilmæli á borð borin að styrkja beri líftækni á Íslandi með mun meira fjármagni úr vösum skattgreiðenda og með straumlínulagaðra regluverki. Þessi formúla mun hvorki þjóna þjóðfélagi okkar né vísindunum.Ísland þarf óháða vísindastofnun Það er óhætt að taka undir þá skoðun að æskilegt sé að styrkja rannsóknir og þróun með fjármagni opinberra eða óháðra aðila, því með óháðri fjármögnun er líklegra að öryggi og gæði verði meginhvatar vísindastarfs. En háskólar eru ekki réttur vettvangur til að sjá um áhættumat á hagnýtingu líftækni. Og ungum vísindamönnum hættir til að einblína á kosti nýrrar tækni og horfa framhjá áhættu, sem hún hefur í för með sér. Hér á landi er brýn þörf á rannsóknastofnun með þrautþjálfuðum og vel launuðum vísindamönnum, sem eru óháðir líftækniiðnaðinum og treysta má að geri óvilhallt mat á umsóknum um hagnýt líftækniverkefni. Slík stofnun gæti veitt vísindalega ráðgjöf til stjórnstofnana sem bera ábyrgð á leyfisveitingum til líftæknifyrirtækja, og gæti upplýst yfirvöld um með hvaða hætti eftirlit og stjórnun áhættu á þessu sviði verði best formfest í reglugerðum. Gott dæmi um slíka stofnun er norska rannsóknastöðin í genavistfræði (GenØk).Andstaða við reglugerðir vanhugsuð Krafan um straumlínulaga regluverk lætur vel í eyrum margra vegna landlægrar andstöðu við reglugerðir. En minnumst þess að megin orsök fjármálakreppunnar var skortur á lagareglum og eftirliti. Fyrirtækjum mislíkar oft reglugerðir og reyna hvað þau geta að komast fram hjá þeim. Þau þurfa að skila arði af fjárfestingum og án reglugerða selja þau nýjungar áður en þær eru fullþróaðar og áður en öryggi þeirra er tryggt. Erfðabreytt matvæli eru gott dæmi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur við umsóknum þarlendra fyrirtækja sem hyggjast rækta eb-plöntur, án þess að láta fara ofan í saumana á þeim. Leyfi eru gefin út á þeim forsendum að fyrirtækin sem sækja um hafi gert nægar rannsóknir til að tryggja öryggi viðkomandi ræktunar. Í reynd stýrir iðnaðurinn sér sjálfur, - með hörmulegum afleiðingum fyrir bandarískan landbúnað, útflutning og umhverfið.Að fjármagna fyrirheit í stað vísinda Allt frá því að Reagan komst til valda hefur bandarískum líftæknifyrirtækjum tekist að tryggja sér gríðarlega fjármuni frá hinu opinbera á grundvelli loforðalista. Engin þessara fyrirheita hafa þó staðist. Eb-afurðir leiddu ekki til minni eiturefnanotkunar - þvert á móti jókst hún. Þær juku ekki uppskeru - og í mörgum tilvikum minnkaði hún. Hvarvetna sem eb-plöntur hafa verið ræktaðar hafa þær mengað aðra ræktun. DNA hefur borist úr leifum eb-plantna út í jarðveg og eyðilagt með því frjósemi jarðvegs og mengað grunnvatn. Eb-plöntur hafa víxlfrjóvgast við villtar plöntur og myndað þannig ofurillgresi. Skordýr hafa breyst í ofurskordýr eftir að hafa innbyrt Bt-eitrið úr eb- maís- og bómullarplöntum. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa a.m.k. þrívegis dæmt landbúnaðarráðuneytið fyrir ófullnægjandi eftirlit með eb-ræktun, og fjöldi bænda á í málaferlum við líftæknifyrirtæki um ræktunarréttindi. Mörg sambandsríki reyna nú að draga úr tökum líftæknifyrirtækja á landbúnaðinum og kröfur neytenda leiddu til þess að Barak Obama lýsti yfir að merkja beri eb-matvæli.Evrópa gefur rétta fordæmið Evrópuþjóðir viðurkenna það sem Bandaríkin eru nú að átta sig á - að reglugerðir eru óhjákvæmilegur þáttur í lýðræði og jafnframt virkasta tækið til að vernda alþjóðaviðskipti. ESB hefur sett ítarlegar reglur um erfðabreyttar lífverur vegna þess að varúðarreglan, sem er grunnatriði í löggjöf ESB, er álitin hin rökrétta leið til að stjórna nýrri tækni. Kröfur líftæknifyrirtækja um minna regluverk munu aldrei þagna, en vel upplýst stjórnvöld munu standast þann þrýsting. Reglugerðir eru ekki ógnun, heldur vísa þær veginn til heilbrigðara þjóðfélags - og vísinda. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun